is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24377

Titill: 
  • Ginið er gata til ógæfu: Birtingarmyndir stöðu kynjanna í japönsku máli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í Japan eru konur almennt undir í samfélaginu. Í þessari ritgerð er sú mismunun skoðuð með tilliti til tungumálsins. Staða kynjanna hefur verið mjög mismunandi í gegnum tíðina en margir fræðimenn eru á því að staða kvenna hafi farið versnandi. Femínísk málvísindi eru mikilvægt verkfæri í því að skoða mismunandi stöðu kynjanna. Í þessari ritgerð er ritmál Japans er kynnt til sögunnar í grundvallaratriðum, en það er töluvert frábrugðið því vestræna. Í japönsku ritmáli er notast við svokölluð kanji-tákn sem hafa merkingar, sem geta ýmist falið í sér neikvæða, jákvæða eða hlutlausa merkingu. Þá er sýnt fram á hvernig staða kynjanna birtist í kanji-táknunum sem notuð eru yfir konur; hvernig táknin raðast upp, hvernig þau gera konur ósýnilegar og hvernig táknin birtast í starfstitlum. Því næst er fjallað um talað mál, en þá er tekið fyrir kven- og karlamálin í Japan. Ákveðnar málvenjur eru kynjaskiptar, en það eru hins vegar skiptar skoðanir um það hvort talsmáti kvenna og karla hafi áhrif á jafnrétti kynjanna. Í lokin er fjallað um orð og frasa sem notuð er í japönsku, sem geta verið niðrandi fyrir konur. Slík orð vísa gjarnan í að konur séu heimskar eða að einu verkin sem þær geta innt af hendi séu heimilisverk.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oskarkjart BA.pdf490,76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Óskar.pdf292,75 kBLokaðurYfirlýsingPDF