is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24378

Titill: 
 • Klasar og klasaframtök. Hvernig getur klasaframtakið Álklasinn leitt til aukinnar samkeppnishæfni í áliðnaði á Íslandi?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Áliðnaður ásamt þeirri orku sem hann notar er grunnatvinnuvegur á Íslandi. Um þessar mundir gengur áliðnaður í gegnum miklar breytingar sem tengjast verði á áli, en hægst hefur á vexti eftirspurnar eftir áli í Kína vegna þess að dregið hefur úr hagvexti þar í landi. Umframeftirspurn er eftir áli í heiminum utan Kína og ef Kínverjar hætta að auka framleiðsluna má búast við að markaðurinn verði fljótur að jafna sig.
  Samkeppnishæfni getur aukist þegar samlegðaráhrif verða af staðbundinni eða svæðisbundinni klasastarfsemi og dæmi um slíkt er þegar þekking og lærdómur myndast á svæðum eða hjá klösum fyrirtækja tengdum einstaka atvinnuvegum þar sem nýsköpun fer fram.
  Markmið þessarar rannsóknar er að skoða þróun áliðnaðar á Íslandi og meta út frá klasafræðum hvernig klasi hefur myndast í kringum iðnaðinn. Varpað verður ljósi á það hvort og þá með hvaða hætti klasaframtak áliðnaðarins (Álklasinn) geti aukið samkeppnishæfni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru í stuttu máli þær að myndast hafa staðbundnir klasar þjónustufyrirtækja á svæðum í kringum álverin en jafnframt hefur þróast klasi fyrirtækja sem starfar þvert á svæðisbundna starfsemi og á milli landshluta. Rannsakanda er ekki kunnugt um að fræðimenn hafi áður birt slíka niðurstöðu um þróun klasa. Rannsókn á klasaframtakinu Álklasinn leiddi í ljós að viðmælendur höfðu jákvætt viðhorf til þess. Sýn á markmið klasaframtaksins var ólík á milli viðmælenda.
  Til þess að klasinn nái markmiði sínu þarf að efla traust á milli þátttakenda og auka skuldbindingu þeirra. Skerpa á stefnu, auka upplýsingagjöf og kynningar og skapa vettvang fyrir sameiginlega tilboðsgerð.

 • Útdráttur er á ensku

  The aluminium industry and the energy it consumes represent a fundamental economic sector in Iceland. The aluminium industry is presently undergoing significant global changes related to aluminium prices, with economic recession cutting back a rising demand for aluminium in China. There is excess demand for aluminium in the world outside China and if the Chinese slow down increasing production rates, a rapid market recovery may be expected.
  The synergy of spatial or regional cluster operations can promote competitiveness. This can be seen where know-how and experience is gained in areas or company clusters connected to individual economic sectors fostering innovation.
  The objective of this research is to analyse the development of the Icelandic aluminium industry and, based on cluster theory, to determine how a cluster has formed around the industry. The question will be addressed whether, and if so in what way, the Icelandic aluminium industry cluster initiative (Álklasinn) can enhance competitiveness.
  In brief, the findings of this research are that spatial clusters of service providers have formed in proximity to the aluminium smelters, while at the same time a cluster of enterprises has developed across regional operations and in different regions of the country. The author is not aware of any previous academic publication of such a conclusion on cluster development. Research into the cluster initiative Álklasinn revealed that interlocutors had a positive attitude towards the cluster but with different perspectives as regards the initiative’s objective.
  In order for the cluster to reach its objective an effort must be made to promote trust between its participants and to increase their commitment. Their vision should be sharpened, communication should be increased and a venue should be created for collective participation in tenders.

Samþykkt: 
 • 10.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24378


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Klasar og klasaframtök Hvernig getur klasaframtakið Álklasinn leitt til aukinnar samkeppnishæfni í áliðnaði á Íslandi .pdf3.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna