is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2438

Titill: 
 • Ákvörðun refsingar fyrir brot gegn 106. gr. almennra hegningarlaga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er að finna umfjöllun um ákvörðun refsingar í málum er varða brot gegn valdstjórninni, þ.e. ákvæði 106. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og niðurstöður könnunar á sakfellingardómum Hæstaréttar fyrir slík afbrot á 70 ára tímabili frá árinu 1940 til 30. apríl 2009.
  Á því tímabili sem ég kannaði gengu 28 dómar í Hæstarétti, þar sem sakfellt var fyrir fullframið brot gegn 106. gr. hgl. Könnun mín leiddi í ljós að sakfellingardómum hefur fjölgað mjög á seinustu árum. Ég tel að þessa aukningu megi að einhverju leyti skýra með aukinni áherslu hjá ákæruvaldinu að ákæra fyrir mál er varða brot gegn 106. gr. hgl. Svo virðist sem ákveðin vakning sé einnig að verða fyrir alvarleika þessara brota auk þess sem aukinnar hörku gætir í viðmóti borgaranna gagnvart lögreglu. Þetta þrennt ásamt setningu laga nr. 25/2007 hefur haldist í hendur og leitt til fjölgunar dóma fyrir brot gegn 106. gr. hgl.
  Af könnun minni má ráða að ekki sé nægilegt samræmi í refsiákvörðunum Hæstaréttar og að refsingar fyrir brot gegn 106. gr. hgl. eru almennt ákveðnar neðarlega innan refsimarkanna. Benda niðurstöður mínar til að brot einungis gegn 106. gr. hgl. varði almennt varla meira en 5 mánaða fangelsi í framkvæmd og töluverðar líkur eru á því að slíkur dómur yrði skilorðsbundinn í heild eða að hluta. Almennt má slá því föstu að refsing fari ekki upp fyrir 5 mánaða fangelsi nema jafnframt sé dæmt fyrir annað alvarleg brot, og eykst refsiþyngdin í samræmi við alvarleika þess brots sem jafnframt er dæmt fyrir. Algengast er að dómar fyrir brot gegn 106. gr. hgl. séu skilorðsbundnir þar sem hreinn sakaferill og ungur aldur geranda hafa mest áhrif. Sakaferill ákærða hefur mikil áhrif til þyngingar þegar um er að ræða brot gegn 106. gr. hgl. og leiðir hann eftir atvikum til refsiþyngingar.
  Dómakönnun mín bendir einnig til þess að hafi opinber starfsmaður gert eitthvað á hlut ákærða, þ.e.a.s. gefið honum tilefni til verknaðarins, geti það verkað til málsbóta. Á það reynir helst þegar um er að ræða minniháttar brot þar sem ekki eru alvarlegar eða varanlegar afleiðingar fyrir þolanda. Það getur einnig verkað til málsbóta þegar annmarki hefur verið á rannsókn máls eða framkvæmd hins opinbera starfs. Á þetta reynir sérstaklega þegar um er að ræða störf lögreglumanna þar sem þau felast oft í íþyngjandi inngripum í líf og réttindi einstaklinga sem vernduð eru af ákvæðum stjórnarskrár.
  Ætlunin með lögum nr. 25/2007 var að bregðast við vægum refsingum í þessum málaflokki og við fyrstu sýn virðast dæmdar refsingar hafa þyngst þótt þær séu enn ákveðnar neðarlega innan refsimarkanna. Virðist Hæstiréttur hafa tekið mið af ætlun löggjafans í þessum efnum.

Samþykkt: 
 • 5.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
unrefsingar_fixed.pdf622.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna