is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24392

Titill: 
  • Siðblindueinkenni íslenskra yfirmanna. Samband við óæskilega hegðun og samskipta- og stjórnunarstíl
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Siðblinda er persónuleikaröskun sem lýsir sér meðal annars í ýktu sjálfsáliti, sjálfhverfu, hvatvísi, undirferli, skorti á samkennd og eftirsjá og tilhneigingu til að hunsa samfélagsleg gildi. Algengi í almennu þýði er um 0,5-1% en allt að 3,5% í þýði stjórnenda. Viðmót siðblindra litast af þessu og þeir nota ógnun og undirferli til að ráðskast með fólk og aðstæður. Siðblindir búa gjarnan yfir yfirborðsþokka, eru mælskir, metnaðarfullir, óttalausir og öruggir með sig. Þá eru þeir lagnir við að líkja eftir félagslega eftirsóknarverðu atferli. Siðblindum getur reitt vel af í skipulagsheildum nútímans, þar sem áhættusækni og sérlægni er oft meira metin en önnur gildi og ýmis einkenni siðblindu eru gjarnan ranglega greind sem sérstakir stjórnunarhæfileikar. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á almenn neikvæð áhrif siðblindra einstaklinga á umhverfið, svo sem ýmiss konar óæskilega vinnuhegðun og neikvætt samskiptamynstur. Þá virðist há fylgni á milli siðblindueinkenna yfirmanna og vinnustaðaeineltis (r=0,94). Í þessari rannsókn voru þátttakendur beðnir um að meta styrkleika siðblindueinkenna yfirmanna sinna og leggja mat á samskipta- og stjórnunarstíl viðkomandi. Þá svöruðu þeir matslistum um einelti á vinnustað. Niðurstöður bentu til þess að eftir því sem siðblindueinkenni yfirmanna færðust í vöxt, þá mætu undirmenn að samskipta- og stjórnunarstíllinn væri meinyrtari og neikvæðari (r2 = 0,62) og að sama skapi ágerðist tíðni óæskilegrar hegðunar (r2 = 0,31) og umfang hennar jókst (r2 = 0,56).

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_PRENTUN.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna