is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24398

Titill: 
  • Tengsl sjálfstjórnunar og námsárangurs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru skoðuð tengsl sjálfstjórnunar og námsárangurs. Skólaganga skipar mikilvægan sess í lífi hvers barns og hefur námsárangur mikið að segja um lífsgæði og heilsu einstaklings þegar fram líða stundir. Sjálfstjórnun er í stuttu máli hæfni fólks til þess að stjórna tilfinningum, hegðun og hugsunum. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að sjálfstjórnun spáir jákvætt fyrir um námsárangur bæði hjá börnum og unglingum. Tilgáta rannsóknarinnar var að sjálfstjórnun við upphaf 9. bekkjar spái jákvætt fyrir um árangur á samræmdum prófum við upphaf 10. bekkjar. Með þessum hætti voru könnuð langtímatengsl sjálfstjórnunar og námsárangurs í ensku, íslensku og stærðfræði. Þýði rannsóknarinnar voru unglingar í 9. og 10. bekk grunnskóla á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. Þátttakendur voru 561 talsins og var meðalaldur þeirra við upphaf rannsóknar 14,3 ár. Við upphaf 9. bekkjar var sjálfstjórnun mæld með spurningalista, ári seinna eða við upphaf 10. bekkjar þreyttu þátttakendur samræmd könnunarpróf og voru þau notuð til að meta námsárangur. Til þess að greina niðurstöður var notast við einfalda aðfallsgreiningu. Niðurstöður sýna að langtímatengsl sjálfstjórnunar og námsárangurs eru til staðar hjá íslenskum nemendum á unglingastigi. Að lokum eru niðurstöður ræddar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsritgerðPan.pdf587.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna