Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24400
Heimildaritgerð þessi fjallar um áhrif enskra tökuorða á íslensku og dönsku. Áhrif enskunnar hafa verið mikil á bæði tungumál í gegnum tíðina og tölvuöldin veldur því að þessi áhrif hafa aukist til muna. Í ritgerðinni verður farið yfir sögu ensku sem Lingua Franca. Málstefnur beggja landa verða kynntar og farið yfir tökuorð og aðlögun þeirra að dönsku og íslensku. Einnig verður farið yfir nýlegar greinar í fjölmiðlum, þar sem lýst er yfir hræðslu um að íslenskan muni hverfa á tölvuöld, sem og farið yfir rannsókn á því hvort hræðslan sé á rökum reist. Í ritgerðinni verða athugasemdir við fréttir í fjölmiðlum, bæði í Danmörku og Íslandi skoðaðar og leitað að enskum tökuorðum sem ekki hafa verið tekin inn í stærstu orðabækur landanna. Rannsóknin á athugasemdunum verður sett í samhengi við efni ritgerðarinnar og spurningunni svarað um hvort ástæða sé til þess að hræðast ágang enskunnar á tungumálin.
Ritgerðin er lokaritgerð til BA-prófs í dönsku með ensku sem aukafag við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var Pernille Folkmann og vil ég þakka henni kærlega fyrir veitta aðstoð. Verkefnið gildir til 10 ECTS eininga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Færdig BA-opgave 2016Margrét.pdf | 1.63 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_MargrétLiv.pdf | 299.44 kB | Lokaður | Yfirlýsing |