is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24401

Titill: 
  • Rödd kínverskra ungmenna. Upphaf og áhrif rokktónlistar í Kína og þýðing hennar fyrir kínversk ungmenni
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
  • Maí 2016
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um sögu rokktónlistar í Kína og skoðað hvaða áhrif þessi framandi tónlistarstefna hafði á ungmenni þjóðarinnar. Þegar talað er um rokk í Kína þá er eitt nafn sem yfirleitt kemur upp á yfirborðið: Cui Jian 崔健. Fjallað verður sérstaklega um hlutverk hans í innleiðingu rokksins og þýðingu hans fyrir kínverskt samfélag. Einnig verður gert grein fyrir þeim sögulegu þáttum sem komu til með að móta einstaklinginn á valdaárum Mao Zedong 毛泽东. Kínversk ungmenni upplifðu skelfilega hluti á þessum tímum vegna fjöldaherferða sem Mao og Kommúnistaflokkurinn stóðu fyrir. Við þá atburði skapaðist kynslóð sem var önug út í stjórnvöld og leitaði leiða til þess að fá útrás fyrir tilfinningum sínum. Þar kemur rokkið í myndina, það hafði gríðarlega mikla þýðingu fyrir kínversk ungmenni í kjölfar menningarbyltingarinnar og hjálpaði þeim að fá útrás fyrir tilfinningum sínum. Að vísu hefur mikill skuggi ætíð fylgt rokktónlist, og það óháð staðsetningu. Í þessum skugga leynast miklir fordómar. Leitast verður við að horfa framhjá þessum skugga og sýna fram á sögulega merkingu rokktónlistar í Kína. Óneitanlega er hægt að segja að rokk hefur breytt lífi gríðarlega margra, sama hvort horft sé til vestursins eða Kína.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24401


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Saga rokks í Kína.pdf563.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Eyþór.pdf292.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF