Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24406
Ritgerð þessi fjallar um drag í kvikmyndum. Fyrri hluti hennar er söguleg skoðun: Drag og klæðskipti í kvikmyndasögunni eru sett í samhengi við samfélagsleg viðhorf og þýðingarmikla sögulega atburði.
Í seinni hluta ritgerðarinnar er drag í áströlsku kvikmyndinni The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert (Stephan Elliott, 1994) greint. Athugað er hvort og hvernig þær ímyndir sem birtast í kvikmyndinni skeri sig frá þekktum birtingarmyndum drags í kvikmyndum meginstraumsins. Tvær kvikmyndir frá svipuðum tíma, úr smiðju Hollywood, eru notaðar til samanburðar: To Wong Foo Thanks for Everything, Julie Newmar (Beeban Kidron, 1995) og The Birdcage (Mike Nichols, 1996). Jafnframt er stuðst við greiningu Richard Dyer á staðalímyndum samkynhneigðra, skrif Susan Sontag og Jack Babuscio um stílbragðið kamp (e. camp) og hugmyndir Lauru Mulvey og Steve Neale um ímyndir kynferðis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerdSJ.pdf | 735.33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 277.02 kB | Lokaður | Yfirlýsing |