is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24407

Titill: 
  • "the ragged and ecstatic joy of pure being." Af andófi og jaðarmenningu frá dekadens til bítkynslóðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Titill þessar ritgerðar er fenginn úr öndvegisriti bítkynslóðarinnar, On the Road, og vísar í megindráttum til hugsjónarinnar sem dreif eirðarlausan æskulýð eftirstríðsáranna áfram. Hún einkenndist af andófi gegn ríkjandi hefð og skipulagi, þar sem grundvallarstoðir vestrænnar siðmenningar voru dregnar í efa og brotnar niður. Þá var andlegri, samfélagslegri, siðferðislegri og menningarlegri hefð kastað til hliðar, á forsendum þess að upplifa algjört og ótakmarkað frelsi: undan borgaralegum kvöðum, viðurkenndum sannleika, tvíhyggju og hugmyndafræði. Í ritgerðinni verður varpað ljósi á nítjándu aldar dekadensinn og bítkynslóð eftirstríðsáranna í menningarsögulegu samhengi, sem bókmenntahreyfingar sem fóru gegn hefð og kröfum siðmenningarinnar, og rakin verða vensl þessara tveggja hreyfinga, sér í lagi þegar kemur að hugmyndum um fagurfræði, hlutverk listar og listamanna, náttúru og veruleikaskynjun. Þá verður gerð grein fyrir jaðarmenningu og bóhemíu sem valkosti og einskonar athvarfi skálda, lista- og menntamanna innan menningar nútímans. Stuðst verður við kenningu Michel Foucaults um heterótópíur í samhengi við bóhemíuna, og sérstaklega í greiningu á skáldsögu Jacks Kerouac, Desolation Angels, sem einnig verður sett í samhengi við dekadensinn og kjarnaverk hans, À rebours eftir Joris-Karl Huysmans.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
baritgerdfinal.pdf577.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Arnór_Ingi.pdf301.13 kBLokaðurYfirlýsingPDF