is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24411

Titill: 
 • Skyldu útskipti á endurskoðunarfélagi. Álit endurskoðenda
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á álit endurskoðenda á útskiptingarþætti nýrrar tilskipunar Evrópusambandins og núverandi lögum er varða útskipti á endurskoðunarfélögum þegar kemur að endurskoðun á félögum sem teljast til eininga tengdum almannahagsmunum.
  Rannsóknarspurningarnar sem rannsakandi lagði upp með eru tvær:
  1. Hvert er álit endurskoðenda á takmörkun á ráðningartíma endurskoðunarfélaga?
  2. Ber áliti löggiltra endurskoðenda á Íslandi saman við álit stjórnenda hjá félögum sem teljast til eininga tengdum almannahagsmunum?
  Horft var til tveggja þýða við gerð rannsóknarinnar (endurskoðendur og stjórnendur hjá félögum sem teljast til eininga tengdum almannahagsmunum). Auka spurningar voru svo lagðar fyrir íslenska löggilta endurskoðendur til að leggja mat á álit þeirra á áhrifunum sem útskipti á endurskoðunarfélagi hefði á reikningsskilin.
  Lágt svarhlutfall stjórnenda gerði það að verkum að ekki var hægt að svara seinni rannsóknarspurningunni og var áhersla lögð á að svara fyrri.
  Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að íslenskir löggiltir endurskoðendur eru frekar jákvæðir í garð útskiptingarþáttar nýrrar tilskipunar Evrópusambandins. Telja endurskoðendur það vera frekar mikilvægt að útskipti á endurskoðunarfélögum eigi sér stað með reglulegu milli og muni með því auka traust.
  Ennfremur leiddu niðurstöður rannsóknar í ljós að íslenskir löggiltir endurskoðendur telja að áhrifin á reikningsskil fyrirtækja munu vera óveruleg með tilkomu skyldu útskiptingar á endurskoðarfélagi með reglulega millibili. Þeir áhrifaþættir sem litið var til voru: endurskoðunaráhætta, gæði endurskoðunar og óhæði í reynd. Telja íslenskir löggiltir endurskoðendur að óhæði í ásýnd muni aukast við regluleg útskipti á endurskoðunarfélagi.

Samþykkt: 
 • 10.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga.Ásdís.Jónasdóttir-Lokaskil.pdf662.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna