is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24413

Titill: 
  • Helkrossar höfundar á hinu víða mugganeti. Harry Potter og samræða höfundar og lesenda á stafrænum miðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A.-prófs í almennri bókmenntafræði. Í henni verður skoðað breyttar áherslur í viðtökufræðum og á höfundarvaldi með útþenslu skáldsverksins á alþjóðanetinu og hvernig suðupottur stafrænna miðla hefur gefið verkinu Harry Potter eftir J.K. Rowling nýtt líf. Samræður lesenda við höfundinn á veraldrarvefnum ásamt samræðum lesenda við aðrar lesendur verða rannsakaðar með tilliti til kenningar Bakhtin um textatengsl og kenninga Roland Barthes um dauða höfundarins ásamt kenningum Michael Foucault um hvað teljist til höfundaverks. Áhrif svokallaðs aðdáendaspuna (e. fanfiction) á rithöfundinn, túlkanir og bókmenntagagnrýni verður í brennidepli ásamt sýnileika og kennivaldi rithöfundar á vefsíðum og samfélagsmiðlum nútímans. Kanóna skáldverksins verður borin saman við hinar ýmsu gerðir af hliðartextum sem falla utan hins venjubundna frásagnaramma. Með því að rýna í skáldsagnaseríuna Harry Potter og hliðartexta hennar eru áhrif netvæðingar á viðtökur rannsakaðar. Einnig er rýnt í framhaldslíf skáldverksins á vefmiðlum og víxlverkun hins skáldaða forms.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24413


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diana Sjöfn Johannsdottir_helkrossarhöfundar.pdf385.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
DíanaSjöfn.pdf318.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF