is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24415

Titill: 
  • Búseta og áhugi: Starfsáhugi íslenskra ungmenna eftir búsetu á uppvaxtarárum
  • Titill er á ensku Interests and community of residence: Vocational interests of Icelandic youth in rural and urban areas
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort munur komi fram á starfsáhuga ungmenna eftir því í hvernig samfélagsgerð þau hafa alist upp á bernsku og unglingsárum. Rannsóknin byggir á stöðlunargögnum áhugasviðskannananna Bendils I og Bendils II sem safnað var árið 2006. Þátttakendur voru grunn- og framhaldsskólanemar af landinu öllu. Niðurstöður benda til þess að búseta hafi áhrif á þróun starfsáhuga. Aðallega kom munur fram á handverkssviði (Holland, 1997) milli ungmenna í dreifbýli og sjávarþorpum annars vegar og hinsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Þegar undirsvið áhuga voru skoðuð kom í ljós munur á kvörðum sem tengjast félagssviði, en ungmenni í sjávarþorpum sýndu mestan áhuga á félagssviði. Niðurstöður benda til að breytileiki í starfsáhuga skýrist mögulega af því að ungmenni velji frekar störf sem þau þekkja úr heimabyggð, svo sem ræktun og búskap, sjávarútveg, kennslu og heilbrigðisþjónustu. Þekking og reynsla af störfum virðist hafa áhrif á starfsáhuga ungmenna. Niðustöðurnar undirstrika mikilvægi starfsfræðslu í grunnskólum. Huga þarf að því að kynna nemendum fjölbreytt störf og að nemendur fái einnig upplýsingar um störf sem eru lítið áberandi eða ekki til staðar í heimabyggð.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to test if the employment structure of your community in youth has an impact on vocational interest. The study is based on standardization samples of the Icelandic Interest Inventory (Bendill I and II) . Participants were students in last grade of elementary school and upper secondary schools around Iceland. The results indicate that type of community does influence how vocational interest develops in young people. The main difference is on realistic interest between young people that grew up in rural areas (e.g. fishing villages or farms) compared to those that grew up in the capital area. The results show that the difference may be related to the fact that youths are more drawn towards vocations that they already know and can relate to from the community they grew up in., e.g. agriculture, fishing, teaching and health service. Knowledge and firsthand experience of vocations have an effect on development of vocational interest in youths. This underlines the importance of career education in primary schools. More focus is needed on introducing a variety of vocations to students along with providing them with information on vocations that are not prominent or existing in their home community.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Buseta og ahugi.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Arnheiður.pdf299.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF