is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2442

Titill: 
  • Um 1. mgr. 76. gr. Stjórnarskrár Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Allt frá því að ákvæði um efnahagsleg og félagsleg réttindi kom fyrst inn í Stjórnarskrá Íslands árið 1874 og þar til mannréttindakafla stjórnarskrárinnar var breytt með stjskl. nr. 97/1995 reyndi aldrei á ákvæðið fyrir dómstólum. Menn voru á einu máli um það að ákvæði um efnhagsleg og félagsleg réttindi væru eingöngu pólitískar stefnuyfirlýsingar en ekki einstaklingsbundin réttindi sem hægt væri að byggt rétt sinn á fyrir dómstólum. Framsetning réttindanna gaf til kynna að ákvæðið kvæði eingöngu á um skyldu löggjafans til að setja lög um réttindin og það væri þannig í verkahring löggjafans að ákvarða nánar inntak réttindanna. Eftir stjórnarskrárbreytinguna breyttist afstaða dómstóla til stjórnmálalegs mats löggjafans og dómstólar teygja sig nú lengra inn á það svið sem áður var talið löggjafans. Dómstólar hafa byggt dóma á löggjöf og stjórnarskrárákvæði 1. mgr. 76. gr. sem áður var talin leiðbeinandi fyrir löggjafann.
    Staðan á alþjóðavettvangi var hin sama þrátt fyrir að viðurkennd afstaða alþjóðsamfélagsins sé að virða beri mannréttindi, með sama hætti alls staðar í heiminum, á sanngjarnan og jafnan máta, með sömu áherslum og á sama grundvelli. Erfitt hefur reynst að koma á virkri vernd með samningum um efnahagsleg og félagsleg réttindi með virkum úrræðum til að framfylgja þeim. Einstaklingar sem sætt hafa brotum af hálfu ríkisvaldsins á réttindum sem samningarnir tryggja, hafa ekki gátu ekki borið álitaefni undir eftirlitsstofnun. Þeirrar þróunar, að einstaklingar gátu í ákveðnum tilvikum byggt rétt sinn á ákvæðum um félagsleg réttindi fyrir tilstilli jafnræðisreglna fyrir dómstólum og stofnunum, fór að gæta á alþjóðavettvangi upp úr 1980. Álit Mannréttindanefndar SÞ um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi í máli Broeks gegn Hollandi var fyrsta dæmi þess. Mannréttindanefndin túlkaði jafnræðisreglu 26. gr. SBSR í því máli á þann hátt að vernd hennar nái einnig til réttinda sem aðrir samningar vernda. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki gengið jafn langt í rúmri túlkun sinni á jafnræðisreglu MSE og Mannréttindanefndin gerir. Dómstóllinn hefur þó dregið úr kröfum um tengsl milli 14. gr. og annarra ákvæða samningsins.

Samþykkt: 
  • 5.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna