is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24420

Titill: 
  • Stytting vinnuvikunnar.Tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkalýðshreyfingin á Íslandi á sér langa sögu og hefur hún barist fyrir mörgum réttindum sinna félagsmanna. Litlar sem engar takmarkanir voru á lengd vinnutíma í byrjun verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi og voru unnir allt að 14-16 tímar á sólarhring. Tímarnir breyttust og lög um 40 stunda vinnuviku voru sett á alþingi 1971. Þessi lög standa enn þann dag í dag en umræðan um styttingu vinnuvikunnar hefur orðið meira áberandi á Íslandi síðustu misserin.
    Reykjavíkurborg setti á fót tilraunaverkefni sem fór af stað í mars 2015 um styttingu vinnuvikunnar þar sem hún var stytt niður í 35 vinnustundir án launaskerðingar. Ákveðið var að gera tilraunina á tveimur starfstöðum í borginni, Barnavernd Reykjavíkur og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Þessi ritgerð fjallar einungis um tilraunarverkefnið á Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Vinnutíminn á Þjónustumiðstöðinni var styttur um eina klukkustund á dag eða fimm klukkustundir í allt á viku. Opnunartíminn breyttist úr klukkan fjögur til klukkan þrjú á daginn. Rannsóknin var megindleg og var framkvæmd af starfsmönnum mannauðsdeildar Reykjavíkurborgar. Voru sendar út þrjár rafrænar kannanir yfir þrjú mismunandi tímabil; febrúar 2015 (úrtak: 29 starfsmenn), október 2015 (úrtak 31 starfsmenn) og febrúar 2016 (úrtak: 30 starfsmenn) til starfsmanna þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts.
    Markmið þessarar ritgerðar var að rýna í niðurstöður þessara spurningakannana út frá rannsóknarspurningunum: Hefur styttri vinnuvika jákvæð áhrif á starfsfólk þjónustumiðstöðvarinnar í Árbæ og Grafarholti í tengslum við álag í starfi, starfsanda og starfsánægju og samræmingu vinnu og einkalífs? og Stóðust væntingar starfsmanna Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts til tilraunarverkefnisins stytting vinnuvikunnar?
    Lykilorð: Stytting vinnuviku, Álag, starfsandi, starfsánægja, samræming vinnu og einkalífs.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stytting vinnuvikunnar-Tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg.pdf951,18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna