Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24422
Viðfangsefni þeirra ritgerðar sem hér fer á eftir er þjófnaðarmál í Húnavatnssýslu á tímabilinu 1747-1781. Ritgerðin byggir á þjófnaðarmálum sem er að finna í dómabókum sýslumanna frá þessu tímabili. Leitast er við að skýra orsakir eða ástæður afbrotanna og spurningar settar fram um það, hvort um einskæra neyð var að ræða eða hvort hægt sé að sjá í þeim einhvers konar andóf gegn stjórnvöldum. Fjögur atriði verða tekin til umfjöllunar til þess að varpa ljósi á efnið. Í fyrsta lagi verður gerð grein fyrir harðindinum í Húnavatnssýslu á umræddu tímabili. Í öðru lagi er fjallað um störf sýslumanna, löggjöfina og meðferð sakamála. Í þriðja lagi verður farið yfir þær refsingar sem biðu dæmdra sakamanna. Í fjórða lagi verða rakin nokkur vel valin þjófnaðarmál eins og þau birtast í dómabókunum. Í seinasta kafla verða teknir saman þræðir og mat lagt á þær spurningar sem lagt var upp með. Andófs hugtakið verður útskýrt og reynt að setja það í samhengi við þau þjófnaðarmál sem eru í dómabókunum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA.Linda.pdf | 838,11 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_LindaÖsp.pdf | 294,2 kB | Lokaður | Yfirlýsing |