is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24423

Titill: 
  • Altaristafla Ólafar ríku á Skarði. Veraldlegt vald - vist á himnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er altaristafla Ólafar ríku sem staðsett er í Skarðskirkju að Skarði á Skarðsströnd. Taflan er að öllum líkindum frá síðari hluta 15. aldar og er saga hennar áhugaverð. Saga Ólafar er þó ekki síður áhugaverð og erfitt er að aðskilja þetta tvennt, altaristöfluna og skörunginn Ólöfu ríku.
    Á töflunni má sjá konumynd sem talin er sýna Ólöfu ríku Loftsdóttur. Því hefur verið haldið fram að hún hafi keypt altaristöfluna og gefið hana kirkjunni á Skarði til minningar um mann sinn Björn bónda Þorleifsson. Ólöf birtist því sem svokallaður gjafari á altaristöflunni. Viðfangsefni þessarar ritgerðar hverfist um þá spurningu hvort veraldlegt vald Ólafar endurspeglist í altaristöflunni.
    Þegar saga Ólafar er skoðuð út frá heimildum og munnmælasögum og aldur töflunar er metinn er niðurstaðan sú að líklegt megi telja að það sé mynd Ólafar sem sjá má á töflunni. Hlutverk gjafara er oft tengt völdum, auðlegð og tengslum við kirkju og trú. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að finna megi samsvörun með stöðu Ólafar í íslensku samfélagi 15. aldar og veru hennar og ásýnd í altaristöflunni að Skarði.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24423


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA, Ásgerður Júníusdóttir .pdf5.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Ásgerður.pdf297.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF