Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24430
Tilgangur þessa verkefnis er að skoða áhrif og afleiðingar eldgosins í Öskju árið 1875 á sauðfé, kýr og hesta í Suður-og Norður-Múlasýslu. Mögulegar afleiðingar hjá dýrum geta meðal annarra verið verið fækkun bústofns vegna eitrunar, lélegs heys og veðurfars. Meginumfjöllun þessarar ritgerðar lýtur að Öskjugosinu sjálfu, hvenær það hófst og hversu umfangsmikið það var. Jafnframt verður skoðað hvernig bændur brugðust við og til hvaða ráðstafanna þeir gripu. Einnig verður skoðað hvernig skepnurnar brugðust við gosinu. Jafnframt verður reynt að huga að áhrifum utankomandi aðstoðar á bændur og þá einkum aðstoð í formi korninnflutnings. Skoðar verðar margskonar heimildir, svo sem skrif í dagblöðum og endurminningar. Fyrir fræðilegt yfirlit um eldogs verður stuðst við jarðfræðibækur og fræðigreinar. Verkefnið er í þremur köflum og í hverjum kafla eru tveir undirkaflar. Í fyrsta kafla er að finna umfjöllun um eldgos á Íslandi 1875. Í öðrum kafla er gerð grein fyrir viðbrögðum bænda og hugsanlegum bjargráðum fyrst um sinn og áhrif gossins á skepnur. Þriðji kafli fjallar um þá aðstoð sem austfirskum bændum bauðst af hálfu stjórnvalda og annarra. Folst sú aðstoð í tveimur liðum, fjárstuðningi og aðflutningi á korni.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð Steinunn Ingibjörg.pdf | 772.3 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing_SteinunnIngibjörg.pdf | 340.36 kB | Locked | Yfirlýsing |