is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24434

Titill: 
  • Viljinn sem veltir steinum af gremju og heift. Hugtök Kierkegaard og Nietzsche um öfund og öfundarhatur sem greiningartæki á samfélagslega misbresti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Kierkegaard og Nietzsche nota hugtökin öfund (d. misundelse) og öfundarhatur (f. ressentiment) til að greina ákveðna misbresti í samfélögum. Kierkegaard greinir skaplausa öfund sem afleiðingu skorts á ástríðu og sameinandi hugsjón (d. ideal). Slík öfund orsakar það að sérkenni og yfirburðir manna hljóta ekki viðurkenningu. Einstaklingnum er því hafnað í þágu heildarinnar sem þá er útjöfnuð og engum leyft að skara fram úr. Í hjörðinni lifir hver og einn í samanburði við hinn og skortir því allt sjálfstæði, frumkvæði og andlega hugsun. Á öld þar sem slík einkenni eru við lýði verður til óhlutbundið hugtak, t.d. almenningur, sem er það afl er viðheldur útjöfnuninni en er þó vofa sem enginn ábyrgist.
    Nietzsche notar hugtakið öfundarhatur til að greina hefndargirni hinna veiku í garð hinna sterku. Öfandarhatrið er sú meinfýsi sem fylgir því að þeir veikari telja gæði sín vera á bandi hinna sterkari og miða sig við þá. Slík meinfýsi fylgir því að í stað þess að upphefja sjálfan sig grafa þeir undan hinum sterku og í krafti slægðar öfundarhatursins snúa þeir gildismati hins sterka á hvolf sér til hagnaðar.
    Í ritgerðinni skoða ég þessar hugmyndir gaumgæfilega og tilgáta mín er sú að þær geti gagnast sem greiningartæki á hinar ýmsu kenndir sem liggja að baki ákveðins tíðaranda eða samfélagshreyfingar. Til að rökstyðja það lýsi ég birtingarmynd skaplausrar öfundar og öfundarhaturs sem greina má í nútímanum. Við þá lýsingu notast ég við hugmyndir Zygmunt Bauman um útjöfnun gilda í nútímanum og við greiningu Slavoj Žižek á öfundarhatri sem drifkrafti hryðjuverkamanna. Til að forða hugtökunum og greiningu á birtingarmynd þeirra frá ákveðinni misnotkun færi ég einnig rök fyrir því að greina megi eiginlega gremju (e. authentic resentment) frá öfund og öfundarhatri sem ákveðna réttlætanlega og ósjálfskæða gremju.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A ritgerð Friðrik - Lokaútgáfa.pdf448.35 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
B.A ritgerð Friðrik - titilsíða.pdf6.85 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf411.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF