is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24453

Titill: 
  • Þjónusta á heimilum fólks með fötlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum tveimur áratugum hefur hröð þróun átt sér stað í málefnum fólks með fötlun. Með þróun mannréttinda og vitundarvakningu gagnvart jafnrétti fólks með fötlun hefur mikil breyting átt sér stað í þjónustuúrræðum fólks með fötlun. Þróunin á Íslandi hefur verið mjög hröð. En stórt skref var tekið í málaflokknum þegar sértæk þjónusta fluttist frá ríki til sveitarfélaga þann 1. janúar 2011.
    Markmið þessarar ritgerðar er tvíþætt. Annars vegar að varpa ljósi á þær viðhorfsbreytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu til búsetumála fólks með fötlun. Hins vegar að kanna þau áhrif sem yfirfærsla sértækrar þjónustu frá ríki til sveitarfélaga hefur haft á þjónustu fólks með fötlun á heimilum þeirra. Mikilvægar breytingar á viðhorfum samfélagsins hafa gert það að verkum að fólk með fötlun fær frekar aðstoð á heimilum sínum í stað þess að vera á stofnunum. Af niðurstöðum má draga þá ályktanir að almennt hafi yfirfærsla sértækrar þjónustu haft jákvæð áhrif á þjónustu á heimilum fólks með fötlun. Samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði var fólk með fötlun almennt ánægðara eftir yfirfærslu sértækrar þjónustu til sveitarfélaga og var meðal annars töluverð fjölgun á sjálfstæðri búsetu. Í ritgerðinni var leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvaða breytingar hafa orðið á viðhorfum samfélagsins gagnvart þjónustu á heimilum fólks með fötlun? Hefur yfirfærsla sértækrar þjónustu frá ríki til sveitarfélaga haft áhrif á þjónustu sem veitt er á heimilum fólks með fötlun?

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð.KarenViggósdóttir.pdf759.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_KarenInga.pdf305.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF