is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24454

Titill: 
  • Flóttamenn í íslenskum fjölmiðlum árin 1956 og 2008. Umfjöllun um ungverska- og palestínsku flóttamannahópana í íslenskum fjölmiðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um móttöku flóttamanna á Íslandi og ítarlega sagt frá fyrsta flóttamannahópnum sem kom árið 1956 og svo hóp sem kom árið 2008. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun og hefur mikið breyst undanfarin ár. Úr samfélagi þar sem íbúarnir tala sama tungumál og hafa sama menningarlega bakgrunninn yfir í samfélag þar sem fólk er með mismunandi móðurmál og ólíkan menningarlegan bakgrunn. Fjölmiðlar draga upp ákveðna mynd af raunveruleikanum fyrir almenning og eru eitt af áhrifaríkustu öflum okkar tíma. Þeir móta skoðanir og viðhorfs almennings um allan heim. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um ungverska og palestínska flóttamenn og komur þeirra til Íslands árið 1956 og árið 2008. Þessi ritgerð getur nýst til áframhaldandi rannsókna eða verkefna. Helstu niðurstöður rannsóknar var sú að margt breytist á 50 árum svo sem þróun samfélags og beturumbætt fjölmiðlafræði sem fræðigrein. Heilmikil skekkja var í umfjöllun um þessa tvo hópa. Þeir sem mest voru áberandi í umfjöllun um Ungverjana voru þeir sem höfðu andúð á kommúnismanum og þegar Palestínumennirnir komu voru fréttirnar mun umfangsmeiri og persónulegri. Hræðslan við ólíkan menningar heim var áberandi við komu Palestínukvennanna árið 2008 en Ísland hélt áfram að taka á móti flóttafólki sama hvers trúar þau væru og er enn að því í dag.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF RÓSA STEFÁNS.pdf752.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Rósa.pdf303.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF