Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24458
Í ritgerð þessari var skoðuð heimildamyndin Blackfish (Gabriela Cowperthwaite, 2013) og myndbandið This is the True Story of SeaWorld sem framleitt var af SeaWorld.. Myndirnar fjalla um sædýragarða SeaWorld og meðferð háhyrninga í þeim en sjónarhornið er mismunandi og frásögn af sömu atbuðum ólík. Markmiðið var að velja myndir sem hafa ólíka nálgun á sama viðfangsefni og skoða hvort og þá hvernig frásögn er aðlöguð fyrir hagsmuni málstaðarins.
Í fyrsta kafla er fjallað um sérkenni heimildamynda og hvað aðgreinir þær frá öðrum kvikmyndum t.d. skáldskaparmyndum (e. fiction films). Ýmsar kenningar um heimildamyndir eru skoðaðar og fjallað um hver eru helstu sérkenni heimildamynda. Almennt njóta heimildamyndir trausts, áhorfendur eru oft lítt gagnrýnir og taka því sem fyrir augu ber sem sannleika. Áhugavert er því að skoða áhrif og áhrifamátt heimildamynda, hvernig framsetningarmáti í myndarinni skiptir máli um hvernig efnið skilar sér til áhorfenda.
Í öðrum kafla er skoðað flokkunarkerfi bandaríska kvikmyndarýnandans og fræðimannsins Bill Nichols á framsetningarmáta í heimildamyndum. Flokkair Bill Nichols eru alls sex en í ritgerðinni er fjallað um þá fjóra flokka sem eru aðallega notaðir og þekktir ; skýringar heimildamyndin (e. Expository mode), sannleiks heimildamyndin (e. observational mode), þátttöku heimildamyndin (e. interactive/participatory mode) og sjálfhverfa heimildamyndin (e. reflexive mode). Sagt er frá hvað einkennir heimildamyndir í hverjum flokk.
Í kafla þrjú voru kenningar Nichols um framsetningarmáta notaðar til stuðnings við að greina frásagnaraðferðir sem beitt er í áðurnefndum myndum. Reynt var að finna hvaða atriði eru helst notuð til að miðla boðskap myndarinnar til áhorfenda. Ýtarleg umfjöllun er um báðar myndirnar og skoðað hvernig frásögnin er notuð til að undirbyggja ákveðinn boðskap sem framleiðendur virðast vilja koma á framfæri.
Í kafla fjögur eru vangaveltur um efni og framsetningu myndanna út frá tilgangi framleiðslunnar. Hvar liggur sannleikurinn í frásögn myndanna. Eftir útkomu myndarinnar Blackfish urðu breytingar á starfssemi sædýragarða SeaWorld og er því velt upp hvort og þá hvernig myndin hafði þar áhrif.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð. Margrét Erla Björgvinsdóttir. maí 2015.pdf | 2,26 MB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing_MargrétErla.pdf | 293,98 kB | Locked | Yfirlýsing |