is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2446

Titill: 
 • Beiting venju við mat á saknæmi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð var leitast við að kanna hvernig venja (réttarvenja) hefur áhrif á mat á saknæmi við skaðabótaskyldu og með hvaða hætti. Var í upphafi gefið stutt yfirlit yfir fræðigreinina skaðabótarétt með áherslu á sakarregluna og gáleysi.
  Þar sem verið var að fjalla um beitingu venju var af því tilefni fjallað ítarlega um hvað venja sé, fjallað var um ólíkar tegundir venju og flokkun þeirra út frá settum lögum. Fjallað var um hvað gæfi venjum gildi eða með öðrum orðum löghelgaði þær sem réttarheimildir. Hlutir eins og aldur, útbreiðsla og gott efni venjunnar voru þar á meðal.
  Þá var fjallað um beitingu venju við mat á saknæmi. Fyrst var horft á beitingu venju út frá sjónarhóli réttarheimildann og nefnd þrjú sjónarhorn. Í fyrsta lagi þegar venja birtist sem hátternisregla. Fylgni eða brot á venjunni geta ráðið niðurstöðum mála þegar metið er hvort um saknæma háttsemi sé að ræða. Í öðru lagi var nefnt þegar venja hefur áhrif sem lögskýringargagn. Í þriðja lagi var nefnt þegar venja hefur fyrst og fremst áhrif á sönnun og sönnunarbyrði.
  Næst var horft á birtingarmyndir venju út í samfélaginu óháð notkun þeirra út frá sjónarhóli réttarheimildanna. Þrjú dæmi voru nefnd í því samhengi. Í fyrsta lagi venja sem verklag við vinnu en slíkar venjur snéru bæði að gæðum/árangri vinnunnar og svo öryggi fólks. Í öðru lagi var nefnt þegar venja birtist sem siður, þjóðleg hefð eða samskiptaregla. Í þriðja lagi var nefnt þegar venja birtist í formi hlutar þ.e. þeirri háttsemi að nota venjulega eða óvenjulega hluti.
  Venja var einnig skoðuð sem áhrifavaldur á mat á stórkostlegu gáleysi og eigin sök. Þá var reifað hvernig skráðar reglur geta í mörgum tilvikum verið skráðar venjur. Í því samhengi var fjallað um það sjónarmið að slíkar reglur þurfi hugsanlega að standast sambærilegar kröfur og venjur.
  Önnur reglubundin háttsemi sem áhrifavaldur á mat á saknæmi var einnig skoðuð. Var því efni skipt í reglubundna háttsemi sem er efnislega ábótavant og reglubundna háttsemi sem skortir útbreiðslu og aldur. Var á það bent að þetta gæti haft áhrif á mat á saknæmi þó fyrst og fremst með því að hafa áhrif á sönnun og sönnunarbyrði.
  Í ritgerðinni var einnig fjallað um dómvenju og eða fordæmi. Var fyrst og fremst fjallað um skuldbindingargildi foræma og takmörk þess. Einnig voru reifuð sjónarmið um hvort áhrifa fordæma gætu verið með öðrum hætti. Þá þannig að uppkvaðing dóms um að ákveðin háttsemi sé óæskileg kalli á viðbrögð tjónvalds eða annarra um bætta háttsemi ella bæru viðkomandi stærri hluta tjóns í næsta máli.

Samþykkt: 
 • 5.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2446


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
eintak_fixed.pdf745.57 kBLokaðurHeildartextiPDF