is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24461

Titill: 
 • HIV og atvinnuþátttaka í ljósi sögunnar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Það að greinast með sjúkdóminn HIV/alnæmi var í fyrstu algjör dauðadómur. Með nýjum lyfjum árið 1996 urðu miklar breytingar á lífslíkum og líðan HIV jákvæðra og ekki hvað síst á atvinnuþátttöku þeirra. Það er tilgangur þessarar BA ritgerðar að efla þekkingu á því sviði með því að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig er atvinnuþátttöku HIV jákvæðra háttað fyrir og eftir tilkomu bættrar lyfjagjafar 1996 og hvað skiptir máli svo hún megi vera sem farsælust?
  Flestir HIV jákvæðir búa í Afríku sunnan Sahara. Í þessari ritgerð er hins vegar einkum horft til stöðunnar í atvinnumálum HIV jákvæðra á Vesturlöndum og aðallega stuðst við rannsóknir frá Bretlandi, Danmörku, Hollandi og Bandaríkjunum.
  Skoðuð er breytt staða HIV jákvæðra á atvinnumarkaðnum fyrir og eftir 1996, gefin mynd af þróun HIV og alnæmis í heiminum, mikilvægi atvinnu og hvaða þættir hjá hinum HIV jákvæða sjálfum og í umhverfi hans skipta máli í þessu sambandi. Atvinnuþátttaka getur haft mikil áhrif á líf fólks því að rannsóknir sýna að vinna hefur áhrif á andlega heilsu þess og getur hvatt fólk áfram í lífinu.
  Í niðurstöðum ritgerðarinnar kemur meðal annars fram að atvinnuþátttaka HIV jákvæðra hefur aukist mikið við tilkomu nýju lyfjanna árið 1996. HIV jákvæðir mæta þó enn ýmsum hindrunum á atvinnumarkaðinum. Margir óttast fordóma þó að langflestir sem ákveða að segja frá HIV smiti sínu á vinnustaðnum upplifi skilning og stuðning. Það þarf samt sem áður að auka fræðslu um HIV í samfélaginu. Vinnuumhverfi þeirra þarf að vera laust við mismunun og fordóma. Mikilvægt er að stuðla að því að HIV jákvæðir falli ekki út af vinnumarkaði því oft getur verið erfitt að komast inn á hann aftur. Félagsráðgjafar geta hér haft hlutverki að gegna með því að hjálpa HIV jákvæðum að aðlagast sjúkdómnum og þar með aðstoða þá við að komast út á atvinnumarkaðinn óski þeir þess.

Samþykkt: 
 • 10.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal-þrudur.pdf809.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Þrúður.pdf295.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF