Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24463
Ritgerðin fjallar um upphaf í rekstri hjá íþróttafélögum á Íslandi ásamt því að farið verður yfir þau lög og þær reglur sem gilda um slík félög. Markmið verkefnisins er að upplýsa lesendur um hvernig rekstur íþróttafélaga gengur fyrir sig. Íþróttafélög þurfa að halda vel utan um fjármál sín til þess að geta lifað af reksturinn. Í upphafi ritgerðarinnar verður farið yfir ferli umsóknar hjá ÍSÍ sem ætla sér að hefja rekstur á íþróttafélagi. Gerð verður grein fyrir því hvernig lögum er framfylgt í bókhaldi hjá íþróttafélögum þannig að allt sé eftir settum reglum. Einnig verður farið yfir málefni sem tengjast tekjuskatti og virðisaukaskatti. Farið verður yfir hvort innra eftirlit sé með fjármálum og bókhaldi hjá íþróttafélögum ásamt því að skoða hvað gerist þegar eigið fé er neikvætt. Öll íþróttafélög þurfa á tekjum að halda svo að hægt sé að borga upp gjöld sem falla á íþróttafélagið. Skoðað verður hvaðan tekjur íþróttafélaganna koma ásamt því hvaða gjöld félögin þurfa að borga. Að lokum verður farið yfir þátt sjálfboðaliða í starfi íþróttafélaganna. Nær undantekningarlaust eru félögin rekin af sjálfboðaliðum en félögin eru í mesta lagi með einn til tvo starfsmenn á launum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Einar Pétur Full klárað 2016.pdf | 701.45 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |