is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24468

Titill: 
  • Frá degi til dags. Hversdagsmálið í kenningum Heideggers og Wittgensteins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 1927 kom út bókin Vera og tími (Sein und Zeit) eftir þýska heimspekinginn Martin Heidegger. Bókin átti eftir að hafa gríðarleg áhrif innan meginlandsheimspekinnar á 20. öldinni. Þar setur Heidegger fram heildstætt kerfi sem miðar að því að útskýra tilvist mannsins. Innan um tilvistarlegar pælingar hinnar fyrirbærafræðilegu verufræði leynist áhugaverð kenning um tungumálið.
    Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er hversdagsmálið. Hversdagsmálið leikur mikilvægt en vanmetið hlutverk í Veru og tíma sem er sjaldnast lesin með heimspeki tungumálsins að leiðarljósi. Í þessari ritgerð eru hlutverk og forsendur hversdagmálsins í Veru og tíma skoðuð og borin saman við hlutverk hversdagsmálsins hjá eiginlegum málspekingi, Ludwig Wittgenstein. Í fyrsta hlutanum er kenning Heideggers skoðuð í þeim tilgangi að skýra hlutverk hversdagsmálisins innan kenningarinnar. Heidegger leggur áherslu á rof á milli notkunareiginleika verunnar og annarra eiginleika hennar. Þetta rof verður meðal annars fyrir tilstilli hversdagsmálsins. Þetta verður til þess að tilvist þarverunnar verður óeiginleg sem leiðir að lokum til falls og firringar.
    Í öðrum hlutanum er kenning Ludwigs Wittgenstein í Philosophical Investigations gerð skil. Ólíkt Heidegger leitar Wittgenstein til hversdagsmálsins á þeim forsendum að til þess að tungumálið geti fengið merkingu verður að nota orðin í réttu samhengi. Rétt samhengi er að finna innan málleikja hversdagsmálsins. Í þriðja hlutanum eru forsendur og hlutverk hversdagsmálsins hjá Heidegger og Wittgenstein borin saman.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24468


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-Ritgerð-Gunnar.Magnusson.pdf915.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Gunnar.pdf308.61 kBLokaðurYfirlýsingPDF