is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24471

Titill: 
  • Forboðna rýmið: Textatengsl kvikmyndanna American Psycho og Death Proof við ævintýrið Bláskeggur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru kvikmyndirnar American Psycho (2000, Mary Harron) og Death Proof (2007, Quentin Tarantino) greindar út frá textatengslum þeirra við ævintýrið Bláskeggur. Ævintýrið kom fyrst út árið 1697 í ævintýrasafninu Sögur Gæsamömmu en höfundur þess var franski rithöfundurinn Charles Perraults. Á meðan flest ævintýra Perraults skipuðu sér fastan sess í bókahillum barnaherbergja fann Bláskeggur sér annan farveg. Hrollvekja um morðóðan eiginmann, forvitna eiginkonu og forboðið herbergi fullt af blóðugum líkum hefur ef til vill ekki þótt viðeigandi efniviður í barnaefni þegar fram liðu stundir. Aftur á móti birtast lykilþemu og minni ævintýrisins endurtekið í afþreyingarefni ætluðu fullorðnumum, til að mynda í kvikmyndunum sem hér verða til umfjöllunar. Í fyrsta kafla ritgerðinnar er ævintýrið um Bláskegg í forgrunni. Farið er yfir meginþemu þess, lykilminni og höfuðpersónunum gerð skil. Þá taka við tveir greiningarkaflar. Í þeim fyrri er lögð áhersla á hvernig eitt lykilminni frásagnarinnar, forboðna rýmið og leyndarmálið, sem það hefur að geyma, birtist í kvikmyndinni American Psycho. Í þeim síðari er rýnt í virkni kvenpersónanna í Death Proof. Leitast verður eftir því að finna út hvernig nýr bakgrunnur varpar öðru ljósi á hið aldagamla ævintýri og dýpkar merkingarheim frásagnarinnar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24471


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinunn Jónsdóttir Ba Ritgerð.pdf886,15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Steinunn.pdf318,11 kBLokaðurYfirlýsingPDF