is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24472

Titill: 
 • Innleiðing Icelandair Hotels á straumlínustjórnun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvernig hefði tekist til við innleiðingu Lean hjá Icelandair Hotels. Jafnframt var tilætlun rannsakanda að kanna áhrif innleiðingarinnar á starfsumhverfi og viðhorf stjórnenda til innleiðingar. Icelandair Hotels er burðarás í ferðaþjónustu, sem er sá iðnaður sem er í hvað mestum vexti á Íslandi nú um mundir. Innleiðing Lean hófst árið 2015, er enn yfirstandandi og fyrirætlanir um frekari vinnu við hana eru í kortunum.
  Tekin voru átta eigindleg viðtöl, sex við stjórnendur þeirra deilda þar sem Lean hefur hafið innreið sína og tvö við umsjónaraðila verkefnisins hjá fyrirtækinu. Úrtak fyrir viðtölin samanstóð af öllu þýðinu og var því heildarúrtak.
  Unnið var með fræðilegar heimildir varðandi innleiðingu Lean hjá skipulagsheildum og rannsóknir er snúa að árangri fyrirtækja við slíkt.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að árangur hafi náðst sem rekja megi til innleiðingar Lean og að almenn ánægja sé með verkefnið og vinnu umsjónaraðila. Jafnframt þótti öllum stjórnendum starfsumhverfi sinna deilda hafa tekið framförum í kjölfar verkefnisins. Þó voru viðmælendur allir á því að þörf væri á frekari breytingum, skipulagi og bættum verkferlum innan fyrirtækisins og töldu Lean ágætis tól til þess. Skorta virtist á eftirfylgni, tíma og fjármagn til verkefnisins og vinnan því ekki unnin af þeim krafti sem viðmælendur, stjórnendur og umsjónaraðilar, hefðu viljað.

Samþykkt: 
 • 10.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sindri Már Hannesson.pdf720.18 kBLokaður til...10.05.2026HeildartextiPDF