Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24473
Flest fyrirtæki þurfa að reiða sig á markaðssetningu í einni eða annarri mynd. Nú á dögum fer hluti markaðssetningar fram á netinu og eru í boði margar staðlaðar útfærslur af slíkri vinnu. Fyrirtæki eins og Google, Facebook, Snapchat og fleiri bjóða fyrirækjum staðlaðar útfærslur af markaðssetningu sem ætlað er að ná til sem flestra og er umræðan um markaðssetningu að færast meir og meir í átt að þessum lausnum. Lítil fyrirtæki búa iðulega við krappan kost og því þarf að vanda til verka þegar kemur að markaðsmálum sem og öðrum þáttum í rekstri þeirra. Vörumerkjastjórnun getur spilað veigamikið hlutverk innan markaðsstarfs fyrirtækja og hefur talsvert verið ritað um mismunandi nálganir fyrirtækja á því viðfangsefni. Í flestum tilvikum er umræðan um stórfyrirtæki sem eru leiðandi í sinni grein. Fyrirtæki eins og Coca Cola, VW, McDonalds, Starbucks og fleiri eru tíðrædd í þessu samhengi. Minna hefur verið fjallað um með hvaða hætti lítil og meðalstór fyrirtæki notast við vörumerkjastjórnun í sínu markaðsstarfi og er því ærið verkefni að skoða þann hluta enda eru langflest fyrirtæki lítil og meðalstór.
Tilgangurinn með þessari ritgerð er því að varpa ljósi á með hvaða hætti lítil og meðalstór fyrirtæki geta notast við þær aðferðir sem vörumerkjastjórnun hefur að bjóða. Byrjað er á því því að skoða einstaka þætti vörumerkjastjórnunar og þeir skýrðir með vísan til dæma þegar færi gefst. Þegar sú umfjöllun tekur enda verða settar upp einfaldar leiðbeiningar um það með hvaða hætti lítil fyrirtæki geta notast við vörumerkjastjórnun í markaðsstarfi sínu. Ritgerðin er sett upp í formi fræðilegrar umfjöllunar um helstu þætti vörumerkjastjórnunar. Að lokinni þeirri umfjöllun er fjallað um með hvaða hætti, lítil og meðalstór fyrirtæki geta heimfært fræðin um vörumerkjastjórnun á markaðsfærslu sína.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vörumerkjastjórnun - Ávinningur lítilla og meðalstórra fyrirtækja.pdf | 918,5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |