is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24475

Titill: 
  • Áföll í æsku og áhættuhegðun ungmenna: Tengsl, umhverfi og samfélag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megináherslan í þessari ritgerð er á áföll í æsku og áhættuhegðun ungmenna. Leitast var við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver eru tengsl á milli áfalla í æsku og áhættuhegðun ungmenna? Hvernig er hægt að bera kennsl á einkenni áfallastreituröskunar og áhættuhegðun ungmenna? Hverjir eru helstu þættir í umhverfi barna og ungmenna sem hafa jákvæð áhrif á hegðun og líðan þeirra? Hverjar eru helstu forvarnir og úrræði í íslensku samfélagi? Niðurstöðurnar leiddu í ljós að tengsl eru á milli áfalla í æsku og áhættuhegðunar hjá ungmennum, þar sem atburðir í æsku hafa áhrif á unglingsárin. En ekki eru endilega bein tengsl á milli ákveðins áfalls í æsku og ákveðinnar áhættuhegðunar hjá ungmennum. Einnig kom fram í samanburðarrannsókn að meira er um áföll í æsku hjá ungmennum með lotugræðgi en hjá heilbrigðum ungmennum. Hægt er að styðjast við greiningarkerfið DSM-5 til að meta einkenni áfallastreiturröskunar og greiningarkerfið ESTER til að meta áhættuhegðun ungmenna. Það sem hefur hvað mest áhrif á jákvæða hegðun og líðan barna og ungmenna eru fjölskyldan, skólinn og samfélagið, en það eru gæði tengslanna sem skipta mestu máli. Í íslensku samfélagi eru helstu úrræði og forvarnir á vegum skóla, fjölskyldu og samfélagsins í heild.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ÁrnyEddaGuðjónsdóttir.pdf594.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ÁrnýEdda.pdf309.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF