is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24477

Titill: 
  • Aðstoð við börn sem syrgja. Staða barns við andlát foreldris út frá gildandi lögum og verkferlum í reynd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur aukin áhersla verið lögð á málefni barna og töluverð þróun átt sér stað á alþjóðavísu sem snýr að réttindum þeirra og vernd. Vakin hefur verið sérstök athygli á ofbeldi og annarskonar misbeitingu gegn börnum sem tengja má við tilkomu þeirra samninga og sáttmála sem snúa að mannréttindum og undirritaðir hafa verið af mörgum ríkjum heims. Þrátt fyrir þá jákvæðu þróun virðist svo vera sem að lítið hafi verið hugað að þeirri þörf barna fyrir upplýsingar og þátttöku í málum sem þau sjálf varðar, þá sér í lagi þegar um er að ræða áföll sem valda breytingum á högum þeirra og aðstæðum.
    Markmið þessarar ritgerðar er að veita innsýn í hvernig staðið er að málefnum barna við andlát foreldris á Norðurlöndunum, í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Áhersla er lögð á að kanna hvernig löggjöf og framkvæmd er háttað og verður sjónum beint að heilbrigðiskerfinu þar sérstaklega. Leitast verður við að upplýsa hvort í gildi séu lög sem miða að ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks gagnvart því að aðstoða og upplýsa börn í slíkum aðstæðum, hvort þeim sé þjónusta veitt og þá með hvaða hætti. Með þeirri umfjöllun er ætlunin að skoða hvar þróunin er stödd í þeim löndum og kanna hvar Ísland stendur í því samhengi.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólveig Björg Arnarsdóttir - pdf..pdf429.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Sólveig.pdf311.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF