is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24478

Titill: 
  • Forboðið frelsi. Viðtökur við smásögum Ástu Sigurðardóttur og viðhorf til kynfrelsis kvenna á 6. áratug 20. aldar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er líf og verk bóhemsins og skáldkonunnar Ástu Sigurðardóttur skoðuð í sögulegu samhengi við íslenskt samfélag og stöðu kvenna innan þess frá millistríðsárunum og fram á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Færð eru rök fyrir því að Ásta hafi verið umdeild meðal Reykvíkinga og í augum þeirra farið yfir mörk borgaralegra gilda og siðferðis með ögrandi hegðun og útliti, ásamt nöktum fyrirsætustörfum á fimmta og sjötta áratugnum. Í þokkabót gekk hún þvert á óskráðar reglur íslensks samfélags árið 1949 þegar hún eignaðist barn utan hjónabands, átján ára gömul og í miðju kennaranámi. Það var með birtingu smásagna hennar á fyrri hluta sjötta áratugarins sem hneykslið í garð hennar náði hámarki. Sögurnar fjölluðu m.a. um kynferðislegt ofbeldi, fóstureyðingar, ástasambönd ógiftra einstaklinga og kynferðislegar langanir. Þær voru oft byggðar á eigin reynslu Ástu og gefa því innsýn í upplifun konu á kynferðis- og siðferðisviðhorfum á fimmta og sjötta áratug tuttugustu aldar á Íslandi. Hispurslausar og berorðar lýsingar Ástu komu fólki í opna skjöldu sem sýnir að það var óvant opinni umræðu um þessi efni. Viðbrögðin gefa til kynna að viðhorf íslensks samfélags til kvenna og kynfrelsis þeirra voru íhaldssöm um miðja öldina. Hins vegar sýnir ritgerðin fram á að viðbrögð bæjarbúa voru í algjörri andstæðu við viðtökur smásagna Ástu í bókmenntaheiminum. Jákvæðir ritdómar og umsagnir voru í meirihluta og ólíkt öðrum kvenrithöfundum fékk hún greiða inngöngu inn á hið karllæga bókmenntasvið. Þar sem skortur er á íslenskum kvennasögurannsóknum, og sérstaklega sagnfræðirannsóknum um kynferðis- og siðferðismál, á fimmta og sjötta áratugnum getur þessi ritgerð vonandi fyllt að hluta upp í það tóm.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forboðið frelsi (1).pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Marín.pdf301.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF