en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24486

Title: 
 • Title is in Icelandic Greining á íslenska fatamarkaðinum: Kostnaður og verðþróun
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Á markaði þar sem hátt verðlag ætti að gefa til kynna betri gæði þá getur hátt verð aukið ímyndað virði neytandans á vörunni. Fyrirtæki getur aukið samkeppnisforskot sitt með því að sýna fram á meira ímyndað virði en samkeppnisaðilinn. Í dag eru 59 skráðir félagar í Fatahönnunarfélagi Íslands. Fjöldi starfandi fatahönnuða á Íslandi er væntanlega mun hærri þar sem ekki allir uppfylla skilyrði félagsins. Gefur það til kynna að gífurleg samkeppni ríkir á markaði íslenskrar fatahönnunar.
  Markmið rannsóknarinnar er að finna hver ástæða hárrar verðlagningar á íslenskri fatahönnun er. Er það hár kostnaður sem liggur að baki og þá, í hverju felst hann? Er um mikla álagningu að ræða eða er einfaldlega verið að auka ímyndað virði vörunnar með hærra verði.
  Skoðaðir voru ársreikningar hjá sex fyrirtækjum, en aðeins þrír þeirra voru nothæfir. Fundið var hvar helsti kostnaðurinn liggur og hvort samræmi sé á milli fyrirtækja. Skoðað var hvort kostnaðurinn sé skýringin á bak við hátt verðlag íslenskra fatahönnunar. Niðurstöðurnar sýndu að heildarkostnaður var hár hjá flestum fyrirtækjunum og virðist vera stór partur af verði fatnaðarins. Ekki var mikið samræmi milli fyrirtækja um hvar kostnaðurinn lá, en því lengur sem fyrirtækið hafði verið starfrækt og því meira sem það framleiddi, því lægri var framleiðslukostnaðurinn.
  Einnig var skoðað hvort að hátt verðlag á íslenskri hönnun sé í takt við verðlagsbreytingar og verðbreytingar á öðrum innfluttum fatnaði. Notast var við verðlagsbreytingar samkvæmt Hagstofu Íslands og verðbreytingar á innfluttum fatnaði og þær bornar saman við heildarhækkun á íslenskri fatahönnun. Almennt hafði íslensk fatahönnun hækkað umfram verðlagsbreytingar á meðan innfluttur fatnaður hafði almennt lækkað.
  Að lokum var kostnaðargreining íslensku fyrirtækjanna borin saman við kostnaðargreiningu á tveimur sænskum fyrirtækjum, en ákveðið var að bæta við einu fyrirtæki frá Bandaríkjunum til að fá heilstæðari niðurstöðu. Þá kom í ljós að framleiðslukostnaðurinn var helsti kostnaðurinn, en hann var yfir 40,0% af heildarhagnaði þeirra. Aftur sannreyndist fyrri niðurstaða um að því eldra og afkastameira sem fyrirtækið var því lægri reyndist framleiðslukostnaðurinn.

Accepted: 
 • May 10, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24486


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS-kost_og_verd-sk.pdf1.07 MBOpenHeildartextiPDFView/Open