Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24488
Í þessari ritgerð verður fjallað um feðraveldið út frá allskyns mismunandi sjónarhornum með kvikmyndina Nóa albínóa (2003) eftir Dag Kára Pétursson sem útgangspunkt. Í fyrsta kafla ritgerðarinnar verður litið til uppruna, sögu og þróun feðraveldisins í tengslum við aðalsöguhetju myndarinnar Nóa. Í öðrum kaflanum verður áhersla lögð á formgerð myndarinnar út frá þeirri kenningu að myndin feli í sér ádeilu á feðraveldis skipulagi í ljósi þess hvernig framsetningu myndarinnar er háttað. Samanburður forms og innihalds leiðir til lykta afar flókna togstreitu vinstri sinnaðra mótmæla gegn feðraveldinu í landslagi drifið áfram af lögmálum kapítalismans. Eins og mun koma fram er kapítalismi og feðraveldið samofin fyrirbæri og er kvikmyndamiðillinn í erfiðu fjármálaumhverfi sínu þess vegna ávallt erfiður miðill þegar kemur að ótvíræðri samfélagslegri gagnrýni.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 325,43 kB | Open | Heildartexti | View/Open | |
Yfirlýsing_Andri.pdf | 304,71 kB | Locked | Yfirlýsing |