Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24491
Í þessari ritgerð er farið yfir þumalputtareglur sem reikna virði netkerfa. Í þeim tilgangi er notast við reglur Metcalfe‘s, Sarnoff‘s, Reed‘s og Odlyzki‘s og Tilly‘s. Allar þessar kennitölur eiga það sameiginlegt að reikna virði netkerfa út frá tengingum notenda. Til að bera jöfnurnar saman við aðrar aðferðir, verður því líka reiknað virði Twitter og Facebook út frá sjóðstreymisgreiningu Damoduran. Farið er yfir hvernig fyrirtæki á netinu virka og hvaða viðskiptalíkan þau nota, einnig verður farið yfir fyrirtækin sem reiknað er út frá. Fyrirtækin sem ritgerðin mun miða við í reikningum eru Facebook og Twitter en þetta eru tveir af helstu samskiptamiðlunum sem notaðir eru í dag. Reiknað er út frá þumalputtareglunum og verða þær síðan bornar saman við markaðsvirði Twitter og Facebook. Sá útreikningur leiddi ljós að þessar reglur ganga ekki upp miðað við markaðsvirði félaganna. Það segir samt ekkert beint að þessar greiningar og reglur séu rangar heldur eru þær bara notaðar til að gefa fjárfestum hugmyndir um virði félaga svo að þeir geti tekið ígrundaðar áhvarðanir hvort félög séu of hátt eða lágt verðmetinn og hvort þeir eiga að kaupa í félögum eða selja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristófer Fannar Þórsson 10.05.pdf | 1.27 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |