is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24497

Titill: 
  • Núvitundar forysta: Eftir höfðinu dansa limirnir
  • Titill er á ensku Mindful leadership
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er núvitundar forysta (e. mindful leadership) skilgreind. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: Hvaða áhrif hefur innleiðing núvitundar á vinnustað? Viðfangsefnið er tengsl stjórnunar vinnustaðar og ástundun og innleiðing núvitundar innan vinnustaðarins. Farið er yfir fræðin tengd þessum þáttum og framkvæmd var tilviksrannsókn eftir eigindlegum aðferðafræðum sem byggjast á átta hálf opnum viðtölum. Aflað er gagna með því að skoða skynjun og viðhorf yfirmanns og starfsmanna til núvitundar á vinnustað sem hefur innleitt núvitund. Einnig er fræðilegum heimildum aflað með ritrýndum greinum, rannsóknum, umfjöllunum, bókum um núvitund ásamt setu á þremur núvitundarnámskeiðum og hugtök skilgreind eftir þeim.
    Helstu niðurstöður voru að ef vel er staðið að innleiðingu núvitundar á vinnustað virðist ástundun hennar hjá stjórnendum og starfsmönnum ýta undir aukna samkennd, bætt samskipti, betri líðan og þar með aukna starfsánægju starfsmanna, minnka streitu og álag og skapa rólegra vinnuumhverfi, draga úr fjarvistum starfsmanna og auka framleiðni. Miklu máli skiptir að hafa góða fræðslu til starfsmanna í upphafi innleiðingar og að núvitund sé viðhaldið í daglegri rútínu vinnustaðarins. Eins skiptir máli að stjórnendur séu fylgnir sér og taki sjálfir þátt og séu þannig fyrirmyndir á vinnustaðnum. Núvitund virðist nýtast leiðtogum vel við að takast á við krefjandi verkefni, skapa betra vinnuumhverfi fyrir starfsfólk sitt, minnka streitu í starfi sínu og einblína á það sem skiptir máli.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24497


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Núvitundar forysta.pdf893.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna