is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24501

Titill: 
  • Öruggt atferli. Áhrif endurgjafar í öruggu atferli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknar var að skoða áhrif endurgjafar á starfsmenn í öruggu atferli. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða upplifun, viðhorf og áhrif endurgjafar til starfsmanna í öruggu atferli (e. Behavioral Based Safety). Einnig voru áhrif endurgjafar í innleiðingarferlinu skoðuð og metin. Sjónum var sérstaklega beint að því hvort tegund og framkvæmd endurgjafar skiptir máli í öruggu atferli. Markmiðið er að fá yfirsýn yfir framkvæmd endurgjafar, kosti og galla. Stuðst var við fræðilega umfjöllun á öruggu atferli og rannsóknir á áhrifum endurgjafar í öruggu atferli.
    Megindleg aðferðafræði var notuð við gerð rannsóknar. Spurningalista var dreift á vettvangi til 96 starfsmanna viðhaldsdeildar hjá Norðurál. Svarhlutfallið var 82% en 79 þátttakendur svöruðu af 96 sem höfðu möguleika á taka þátt.
    Helstu niðurstöður eru eftirfarandi; Upplifun og viðhorf starfsmanna á áhrifum endurgjafar í innleiðingarferlinu á nýju atferli eru jákvæð. Rúmlega 60% upplifa áhrif endurgjafar með jákvæðum hætti. Tæplega 17% eru því ósammála. Mat starfsmanna á áhrifum ólíkrar endurgjafar sýna að það skiptir máli með hvaða hætti endurgjöf er gefin. Áhrifin eru sterkust af almennri áþreifanlegri endurgjöf til hópsins í heild, líkt og fögnuðum (veislum) þegar ætluðum árangri er náð. Viðhorf starfsmanna til endurgjafar í öruggu atferli er mjög jákvætt en liðlega 75% starfsmanna hafa jákvætt viðhorf til þess þáttar. Upplifun starfsmanna á endurgjöf vegna öruggs atferlis er einnig jákvæð þó ekki eins afgerandi og viðhorf þeirra var.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_arnar_aevarsson.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna