is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24503

Titill: 
 • Mat og yfirfærsla þjálfunar. Hversu vel er þjálfun metin og skilar hún tilsettum árangri?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hversu vel íslensk fyrirtæki meta þjálfun og árangur hennar miðað við fjögurra þrepa líkan Kirkpatrick og sömuleiðis að kanna hvort að starfsmenn geti yfirfært þá þekkingu, hæfni og/eða viðhorf sem þeir öðlast í þjálfun yfir á vinnuumhverfið.
  Þátttakendur rannsóknarinnar voru starfsmenn tveggja fyrirtækja sem höfðu það sameiginlegt að hafa fleiri en 500 starfsmenn og mannauðsdeild. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem lögð var fyrir spurningakönnun. Spurningalisti var sendur á þátttakendur og höfðu 195 þátttakendur í heildina tækifæri á því að taka þátt, svarhlutfallið var 34,9% en 67 þátttakendur tóku þátt, þar af 44 frá fyrirtæki A og 12 frá fyrirtæki B og 11 sem ekki svöruðu hjá hvaða fyrirtæki þeir störfuðu. Niðurstöður hópanna tveggja voru bornar saman og sömuleiðis voru þátttakendum skipt upp í hópa eftir starfsheiti og voru niðurstöður þeirra hópa einnig bornar saman.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að í heildina er mat á þjálfun er ábótavant miðað við fjögurra þrep líkan Kirkpatrick. Starfsmenn virðast þó geta yfirfært þá þekkingu, hæfni og/eða viðhorf sem þeir öðlast í starfi yfir á vinnuaðstæður.
  Helstu takmarkanir þessarar rannsóknar eru þær að þátttakendur voru fáir og ójafn fjöldi var á milli þátttakanda frá fyrirtækjunum tveimur sem gerði það að verkum að erfitt var að bera þá saman. Áhugavert væri að framkvæmda rannsóknina með fleiri þátttakendum.

Samþykkt: 
 • 11.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka MS ritgerð .pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna