is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24509

Titill: 
  • Markaðshneigð háskóla: Rannsókn á markaðshneigð meðal starfsmanna Háskóla Íslands
  • Titill er á ensku Market orientation in universities: A study of market orientation within the faculties of the University of Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Háskóli Íslands er einn af fjórum opinberum háskólum hérlendis en í heildina eru sjö háskólar starfræktir á Íslandi. Af þeim 75 námsleiðum sem Háskóli Íslands býður upp á í grunnnámi eru tíu þeirra í samkeppni við einn eða fleiri háskóla en rannsóknir hafa sýnt að meðal ávinnings af markaðshneigð er samkeppnisforskot. Markaðshneigð hefur verið skilgreind sem víðtæk þekkingaröflun, miðlun þekkingar og svörun byggð á þekkingu. Hérlendis hefur markaðshneigð verið rannsökuð meðal fyrirtækja og stofnana en ekki hefur hún áður verið rannsökuð meðal menntastofnana. Erlendis hefur markaðshneigð verið skoðuð meðal menntastofnana og byggir þessi rannsókn á spurningalista sem áður hefur verið nýttur í slíkar rannsóknir.
    Markmið þessarar rannsóknar voru tvíþætt, annars vegar að skoða markaðshneigð Háskóla Íslands og hins vegar að kanna hvort munur væri á markaðshneigð eftir því hvort deildir væru í samkeppni eða ekki. Lagður var fyrir spurningalisti meðal starfsmanna Háskóla Íslands en um hentugleikaúrtak var að ræða þar sem upplýsingar um starfsmenn og tölvupóstföng voru fengnar af vefsíðu Háskóla Íslands. Alls voru 372 gild svör af þeim 978 starfsmönnum sem fengu sendan tölvupóst þar sem óskað var eftir þátttöku þeirra.
    Þegar markaðshneigð Háskóla Íslands er skoðuð kemur í ljós að einstaka atriði sem mæld eru er hægt að bæta, má þar meðal annars nefna samskipti við atvinnulífið og miðlun þeirra upplýsinga innan háskólans. Niðurstöður þáttagreiningar leiddu í ljós að um þrjár víddir er að ræða: Samskipti við ytri viðskiptavini, samskipti við innri viðskiptavini og miðlun. Munur reyndist á tveimur af þessum víddum eftir því hvort deildir væru í samkeppni eða ekki. Þær deildir sem eru í samkeppni leggja meiri áherslu á ytri viðskiptavini (atvinnulífið) meðan deildir sem ekki eru í samkeppni leggja meiri áherslu á innri viðskiptavini (nemendur). Ekki reyndist munur á víddinni miðlun eftir því hvort deildir væru í samkeppni eða ekki. Þegar horft er á sameinaða breytu fyrir markaðshneigð kemur í ljós að ekki reyndist munur eftir því hvort deildir væru í samkeppni eða ekki.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24509


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðshneigð háskóla.pdf776.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna