is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24510

Titill: 
 • Vígvöllur netheima. Hafa íslenskir tölvuleikjaspilarar möguleika á atvinnumennsku á Íslandi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þegar hugsað er um tölvuleiki er atvinnumennska eða samtenging við íþróttir sennilega ekki það fyrsta sem skýtur upp í kollinum. Það sem mögulega er það fyrsta sem fólki dettur í hug er afþreying, skemmtun eða eitthvað í þá áttina. Tölvuleikir sem afþreying hefa verið til í rúm 50 ár eða alveg frá því að Tennis for Two kom út. Þar var einfaldleikinn í fyrirrúmi enda tæknin ekki til staðar að gera mjög flókna eða grafíska hluti á þessum tíma. Þróunin átti eftir að verða ör en fór þó ekki að taka við sér að ráði fyrr en upp úr 1980 þegar leikjatölvur fóru að koma á markað fyrir hinn almenna notanda.
  Tölvuleikjaspilun sem atvinna er heldur ekki eitthvað sem hefur verið til mjög lengi, sérstaklega ekki í hinum vestræna heimi. Í Suður-Kóreu er þetta aftur á móti orðið nánast að þjóðaríþrótt og hefur verið síðan upp úr aldamótum 2000. Pör þar fara jafn mikið á stefnumót í spilasali eins og fólk hér á landi skellir sér í bíó.
  Atvinnumennska í hinum rafræna heimi er hins vegar að aukast og keppnir eru haldnar á hverju ári sem velta milljónum dollara. Stærstu keppnirnar eru farnar að skila einstaka spilurum milljónum og eru fyrstu milljónamæringar tölvuleikjaheimsins farnir að koma fram. Þessi markaður er á uppleið og fleiri og fleiri stórir styrktaraðilar eru byrjaðir að snúa sér að þessum heimi til að skoða tækifæri fyrir fjárfestingum.
  Til að komast að þeim upplýsingum sem vantaði var tekin sú ákvörðun að fara í eigindlega rannsókn og taka viðtöl við aðila sem allir hafa umgengist tölvuleikjaheiminn töluvert síðustu tvo áratugi eða lengur. Niðurstöðurnar leiða það í ljós að markaðurinn hér á landi er of lítill til að standa undir atvinnumennsku í tölvuleikjaspilun og skortur á fjármagni frá styrktaraðilum heldur spilurum einnig frá því að geta spilað hér á landi. Þeir spilarar sem hafa hæfileika og getu til að spila verða því að fara erlendis til að stunda atvinnumennsku í greininni, enn sem komið er. Sá möguleiki er fyrir hendi ef erlent fjármagn kæmi inn til landsins, að hægt væri að halda úti atvinnumennsku hérlendis.

Samþykkt: 
 • 11.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf523.16 kBLokaður til...31.12.2136HeildartextiPDF