is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24517

Titill: 
  • Framtíðarþróun Keflavíkurflugvallar. Greining á ytra umhverfi, skilvirkni og samkeppni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður farið yfir stöðu Keflavíkurflugvallar í samfélaginu í dag og mögulega framtíðarþróun hans miðað við þær heimildir sem liggja fyrir og miðað við söguna til dagsins í dag. Greiningartólin sem notuð eru í umfjölluninni eru fimm krafta líkan Porters og PESTEL greining. Að auki verða hugtökin hönnunarstjórnun og hönnunarhugsun kynnt fyrir lesandanum.
    Helstu niðurstöður úr samkeppniskraftalíkani Porters eru að lítil ógn er af staðkvæmdarvörum alþjóðaflugs á íslenskum markaði. Miklar aðgangshindranir eru á alþjóðaflugsmarkaði hérlendis vegna stærðarhagkvæmmni Keflavíkurfugvallar og þekkts gæðastaðals hans. Styrkur kaupenda er nánast enginn á þessum vettvangi en styrkur birgja er í hærra mæli. PESTEL greining leiddi í ljós að þónokkrar ógnanir eru til staðar en helst ber að nefna efnahags- og gjaldeyrismál Íslands. Að auki má nefna náttúruhamfarir í þessu samhengi og öll lög og reglugerðir sem fylgja rekstri alþjóðaflugvallar.
    Til að auka skilvirkni og skipulag flugvallarins, er mikilvægt fyrir stjórnendur slíkra skipulagsheilda að vera á tánum hvað varðar nýjar leiðir til árangurs. Með uppsöfnun gagna, virkri hönnunarhugsun og hönnunarstjórnun gerir það stjórnendum kleift að hafa betri höldur á þjónustuupplifun viðskiptavina þeirra sem skilar sér í frekari hagsæld til lengri tíma litið. Því er ljóst að framtíð Keflavíkurflugvallar er spennandi viðfangsefni, ekki síst vegna framtíðaráforma hagsmunaaðila hans.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Biggi - Lokaskjal - BS - Prentun.pdf679.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna