is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24524

Titill: 
  • Fasteignalán: Hvort er verðtryggt eða óverðtryggt hagstæðara?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um fasteignalán á íslenskum fasteignamarkaði og er það von mín að lesandinn geti aðeins skilið hver munurinn er á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum, af hverju verðtryggingin er tilkomin hér á Íslandi og hvora lánategundina sé raunverulega hagstæðara að taka.
    Reglulega spretta upp deilur á pólitískum vettvangi, á fréttamiðlum og samfélagsmiðlum og víðar í þjóðfélaginu um meint óréttlæti verðtryggingarinnar. Þar sem höfuðstóll verðtryggðra lána er bundinn við vísitölu neysluverðs verður það til þess að höfuðstóll þeirra lána hækkar en greiðslubyrði helst nokkuð jöfn út lánstímann. Aftur á móti fylgir hærri og sveiflukenndari greiðslubyrði afborgana óverðtryggðum lánum, en á móti kemur hraðari lækkun höfuðstóls frá byrjun lánstíma og minnkandi greiðslubyrði þegar líða tekur á lánstímann.
    Ég vildi bera saman greiðslubyrði þessara tveggja lánsforma með rannsókn á sögulegum gögnum. Það er niðurstaða mín að verðtryggðu lánin séu hagstæðari, fyrirsjáanlegri og auki frelsi lántakandans. Reyndar verður að viðurkennast að þessi niðurstaða kom mér nokkuð á óvart og var ekki í samræmi við það sem ég bjóst við fyrirfram. Þessi niðurstaða mín er rökstudd í niðurstöðukafla og lokaorðum ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerðin mín.pdf770.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna