is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24530

Titill: 
  • Framkvæmd einkavæðingar ríkisbankanna. Misferli á fjármálamarkaði í aðdraganda Bankahrunsins 2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslenskt efnahagslíf hefur gjörbreyst á síðastliðnum tveimur áratugum. Miklu munaði um einkavæðingu ríkisbankanna sem var aðkallandi aðgerð en umdeild framkvæmd. Íslenska hagkerfið umbreyttist úr litlu og lokuðu kerfi og varð hluti af stórum alþjóðlegum markaði. Vöxtur þriggja stærstu bankanna var gífurlegur og arðsemi þeirra virtist undraverð. Seinna varð öllum ljóst að rekstur þeirra hafði verið í óreiðu og fjármagnaður með erlendri skuldasöfnun. Eftirliti með fjármálamarkaði var mjög ábótavant og aðgerðir Seðlabanka Íslands í aðdragandi bankahrunsins sæta töluverðri gagnrýni. Einnig brugðust fjölmiðlar grunnskyldum sínum gagnvart almenningi þegar hættumerki tóku að sjást árið 2006. Gengdarlaus lántaka stjórnmála- og blaðamanna hjá viðskiptabönkunum getur hafið alið þeim í brjósti auðmýkt í garð viðskiptavaldsins og afvegaleitt þá við að standa vörð um hagsmuni almennings. Spilling er viðvarandi á íslenskum fjármálamarkaði, sem og annars staðar í heiminum, en erfitt er að færa sönnur á hana og uppræta.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24530


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar Jóhann Geirson -- Lokaritgerð.pdf635.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna