is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24532

Titill: 
  • Krossberar í Kaldaðarnesi. Kaldaðarnesspítali í Flóa á árunum 1753-1776
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Holdsveiki var landlæg hér á landi á 18. öld. Stofnaðir voru fjórir holdsveikraspítalar á landinu til að aðstoða og einangra holdsveika. Erfitt er að ímynda sér hvernig það hafi verið að lifa og búa á svona spítala, illa haldinn af slíkum sjúkdómi að hugsunin ein vekur með manni óhug. Hér verður eigi að síður reynt að skyggnast inn í veruleika þess að vera sjúklingur á Kaldaðarnesspítala. Leitast verður við að svara spurningunni hvert var hlutskipti holdsveikra á spítalanum í Kaldaðarnesi í Flóa á árabilinu 1753-1776. Rannsóknin hefst þegar Kaldaðarnesspítali var stofnaður og lýkur með árinu 1776, er erfðakenningin var sett fram, en áður hafði sóttnæmiskenning holdsveikinnar verið ríkjandi.
    Hér verður kynnt hvernig umönnun á holdsveikum var háttað í Kaldaðarnesi. Lífsviðurværi sjúklinganna í Kaldaðarnesi verður skoðað, með áherslu á hugmyndir Bjarna Pálssonar landlæknis um bætt mataræði fyrir sjúklinganna sem hluta af lækningu. Bjarni vildi að viðurværi sjúklinganna í Kaldaðarnesi væri heilsusamlegt til dæmis með hollari og léttari fæðu en hann vildi að kálgarður yrði gerður í Kaldaðarnesi. Það var þó aldrei farið út í slíkar framkvæmdir en maturinn sem stóð sjúklingunum í Kaldaðarnesi til boða á þessu tímabili var ekki í samræmi við hugmyndir Bjarna.
    Húsakynni Kaldaðarnesspítala verða kynnt með því að skoða úttekt frá stofnunarári spítalans. Einnig verða skoðuð tvö bréf frá Finni Jónssyni Skálholtsbiskupi til Sigríðar Guðmundsdóttur frá 1754 og Einars Eiríkssonar frá 1761, um eignir og umhirðu spítalans. Að lokum verður reynt að svara því hvaða viðhorf fólk á Suðurlandi hafði til holdsveikra með því að skoða bréf til Landsnefndarinnar fyrri á árabilinu 1770-1771. Sömuleiðis verður freistað að greina hvernig félagslegri einangrun sjúklinganna var háttað. En viðhorf manna voru lituð af skoðunum þeirra á mismunun þegar kom að því hverjir fengu vistun á Kaldaðarnesspítala og greiðslu þeirra af fiskhlut.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24532


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólafía-BA-Aðal.pdf347.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ÓlafíaÞyrí.pdf293.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF