is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24534

Titill: 
 • Af því að ég vil gera rétt! Viðhorf hjúkrunarfræðinga á Bráðamóttökunni í Fossvogi (LSH) til starfsþróunar sinnar
 • Titill er á ensku Because I want to do it right! The attitude of emergency department nurses towards continuing professional development in the National University Hospital of Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknarefni þessa verkefnis var að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga á Bráðamóttökunni í Fossvogi (LSH) til starfsþróunar sinnar. Stefnt er að því að innleiða hæfniviðmið og mat fyrir hjúkrunarfræðinga á Bráðamóttökunni haustið 2016 og fannst því rannsakanda áhugavert að skoða viðhorf hjúkrunarfræðinganna til þróunar sinnar í starfi og álit þeirra á notkun hæfniviðmiða og mats á Bráðamóttökunni.
  Þátttakendur rannsóknarinnar voru sjö hjúkrunarfræðingar sem starfa á Bráðamóttökunni í Fossvogi. Aldur þeirra var á bilinu 27 til 41 árs og flokkuðust þeir í byrjendur í starfi og reynda hjúkrunarfræðinga. Rannsóknin byggðist á eigindlegri aðferðarfræði og voru tekin hálfopin djúpviðtöl (e. semistructured interviews) í gegnum samskiptaforritið „Skype“. Farið var yfir hæfniviðmiðaskjalið sem á að innleiða á deildinni með viðmælendum og staðlaðar spurningar hafðar til stuðnings. Fyrirbærafræðin var síðan notuð við greiningu og úrvinnslu gagna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að öllum nema einum hjúkrunarfræðingi fannst starfsþróun sín ganga vel og voru allir mjög jákvæðir gagnvart því að þróast í starfi og bæta sig. Reyndir hjúkrunarfræðingar settu sér frekar markviss markmið um þróun í starfi heldur en byrjendur. Þeir voru sammála um að meðal annars kennsla og þjálfun á Bráðamóttökunni hafði jákvæð áhrif á þróun þeirra í starfi sem og að leita stuðnings og ráðgjafar hjá samstarfsfólki sínu. Álag, mannekla og tímaskortur höfðu neikvæð áhrif á starfsþróun þeirra allra og hægði á markvissri þróun í starfi. Óformlegur lærdómur gagnaðist þeim best en munur var á notkun lærdómsaðferða milli byrjenda og reyndra hjúkrunarfræðinga. Þeir upplifðu þó almennt skort á stuðningi, eftirfylgni og hvatningu til þess að þróast markvisst í starfi þó að áherslumunur hafi verið á milli hópanna tveggja. Þeir voru jákvæðir fyrir innleiðingu hæfniviðmiða og mats og fannst margvíslegur ávinningur geta skapast við notkun þess. Þar á meðal aukið utanumhald um starfsþróun þeirra, aukin endurgjöf og stuðningur og síðast en ekki síst árangursrík starfsþróun sem myndi leiða af sér aukið öryggi sjúklinga sem og bætt öryggi og starfsánægja hjúkrunarfræðinganna.
  Lykilorð: Viðskiptafræði, Mannauðsstjórnun, Hjúkrunarfræðingar, Starfsþróun, Hæfniviðmið

 • Útdráttur er á ensku

  The research project of this paper is to analyse the perspective of nurses working in the emergency department of the National Hospital of Iceland towards their continuing professional development. Currently the emergency department is planning to implement competence standards and assessment next autumn and the author found interesting to examine the view of nurses towards their professional development and their opinion on the use of competence standards and assessment in the emergency department. Participants of the project were seven nurses working in the emergency department. Their ages ranged from 27 to 41 years and they were classified either as beginners or experienced nurses. The study was based on qualitative methodology were semi-structured interviews were conducted through the telecommunication program "Skype". During the interview the qualification criteria document, which had been prepared for the implementation, was reviewed and standard questions used as a supplement. Phenomenology was then used for the analysis and processing of the information. Results of the project showed that all nurses, except one, found her continuing professional development going well and everyone showed very positive attitude towards professional development and improvement. Experienced nurses were more focused on setting concrete goals for their development than beginners.
  All of the participants agreed that education and training in the emergency department had a positive impact on their development as well as seeking support and advice from their colleagues. Workload, shortage of people and lack of time had a negative impact on the development and decreased its effectiveness. Informal learning turned out to be most useful but differences existed between learning methods of beginners and experienced nurses. Participants felt however general lack of support, follow-up and encouragement for effective development even though there being slight differences between the two groups. The groups were positive for the implementation of competence standards and assessment and found considerable benefits could result from its use. Such benefits include increased supervision over their professional development, increased feedback and support and most importantly successful professional development that would lead to increased safety of the patients as well as improved safety and work satisfaction of the nurses.

Samþykkt: 
 • 11.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal SKIL2.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna