is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24535

Titill: 
  • Er flatur virðisaukaskattur í stað fjölþrepaskatts leið til aukinnar hagkvæmni?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megintilgangur skattlagningar er öflun tekna sem notaðar eru til greiðslu á sameiginlegum verkefnum í samfélaginu. Skattkerfi þjóða eru eins misjöfn og þau eru mörg þó hlutverk þeirra sé að fjármagna opinber útgjöld. Virðisaukaskattur leysti söluskatt af hólmi á Íslandi árið 1990 og hefur frá þeim tíma orðið að einum allra mikilvægasta skattstofni ríkisins. Upphaflega var gert ráð fyrir einföldum og skilvirkum skatti en síðan þá hefur flækjustig kerfisins aukist, undanþágum fjölgað og skattsvik líklega færst í aukana. Skatthlutföllum hefur ítrekað verið breytt til að ná fram tilteknum markmiðum sem hafa þótt nauðsynleg á hverjum tíma. Virðisaukaskattskerfið hefur sökum þessa sætt töluverðri gagnrýni greiningaraðila sem hafa bent á ágalla kerfisins.
    Verkefninu er ætlað að líta heildstætt á virðisaukaskattskerfi landins og kanna kosti þess að fækka skatthlutföllum í eitt. Er hagkvæmara og skilvirkara að taka upp kerfi eins algilds skatthlutfalls í stað þess kerfis sem nú er við líði? Horft verður til annarra þjóða í þessu samabandi en ekki síður til skýrslna og rannsókna sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi. Eins verður sjónum beint að áhrifum slíkra aðgerða á efnaminni heimili sem og samfélagið allt.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð 0211862369.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna