is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24536

Titill: 
  • Vinnutengd streita meðal forstöðumanna ríkisstofnana
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er hugtakið vinnutengd streita. Vinnutengd streita á sér stað þegar starfsmenn upplifa sig ófæra um að uppfylla kröfur eða væntingar sem gerðar eru til þeirra í starfi. Höfundur ákvað að afmarka efnið við forstöðumenn ríkisstofnana því það má leiða að því líkum að þeir hafi mikil áhrif á mannauðsmál sinnar stofnunar. Markmið rannsóknarinnar var að meta vinnutengda streitu meðal forstöðumanna ríkisstofnana. Einnig var athugað hvort það mælist munur á körlum og konum og hvort það mælist munur á aldurshópum hvað varðar upplifun á streitu.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem allir forstöðumenn ríkisstofnana fengu sendan spurningalista í tölvupósti. Alls svöruðu 69,2%, 108 manns, sem eru sjálfskipað úrtak þátttakenda. Niðurstöður leiddu í ljós að forstöðumenn höfðu upplifað vinnutengda streitu að undanförnu. Skoðaðir voru ýmsir þættir sem geta haft áhrif á vinnutengda streitu. Niðurstöður sýna að forstöðumenn töldu sig vera undir frekar miklu álagi í vinnunni. Þeir þættir sem þarfnast meðal annars umbóta eru hvernig forstöðumenn upplifa það að fjárveitingar dugi ekki fyrir þeim verkefnum sem stofnun þeirra er ætlað að bera ábyrgð á. Tryggja þarf að það sé samræmi á milli þeirra krafna sem stjórnvöld gera til árangurs í starfi ríkisstofnana og fjárveitinga sem veittar eru til þeirra. Auk þess þarf að bæta samskipti forstöðumanna við ráðuneyti sitt. Einnig komu fram jákvæðir þættir þar sem forstöðumenn voru almennt ánægðir með samskipti á vinnustaðnum og þeir töldu kröfur sem gerðar eru til þeirra heima fyrir hafa lítil neikvæð áhrif á vinnu þeirra. Valdar spurningar voru notaðar til að gera samanburð á körlum og konum annarsvegar og aldurshópum hinsvegar. Kom í ljós að munur var á körlum og konum í tveimur þáttum er varðar vinnuaðstæður en ekki var marktækur munur á körlum og konum í hinum sex þáttum sem voru skoðaðir. Það sama á við um samanburðinn á aldurshópunum en marktækur munur fannst á tveimur aldurshópum í tveimur þáttum er varða vinnuaðstæður en ekki var marktækur munur á aldurshópum í hinum sex þáttum sem voru skoðaðir.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vinnutengd streita.pdf2.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna