en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24539

Title: 
  • Title is in Icelandic „Það er allt svo þægilegt, en samt svo glatað!“ Upplifun útsendra starfsmanna á heimkomunni til Íslands
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Fjöldi útsendra starfsmanna í heiminum hefur aukist jafnt og þétt í takt við aukin alþjóðlegan hreyfanleika. Heimkoman og það ferli sem tekur við eftir að útsendur starfsmaður snýr aftur heim hefur í gegnum tíðina ekki hlotið mikla athygli frá rannsakendum, sem lengi vel töldu að enduraðlögun væri ferli sem kæmi að sjálfu sér og því væri óþarfi að eyða tíma í rannsóknir á því. Í seinni tíð hefur hins vegar komið á daginn að enduraðlögun reynist einstaklingum í mörgum tilfellum meira krefjandi en menningaraðlögun. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig útsendir íslenskir starfsmenn upplifa heimkomuna eftir dvöl sína í útlöndum.
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem djúpviðtöl voru tekin við fimm heimkomna starfsmenn. Við túlkun á viðtölum komu í ljós fjögur þemu; ójafnvægi, fábreytni, víðsýni og „göfgar vinnan manninn?“ Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að heimkomnir starfsmenn finni fyrir ákveðnu tilfinningalegu ójafnvægi eftir heimkomuna og erfiðlega getur reynst að aðlaga sig aftur að íslensku samfélagi vegna þess hversu fábreytt það er. Að sama skapi virtust heimkomnu starfsmennirnir þakklátir fyrir þann þroska sem þeir öðluðust við dvölina erlendis og fyrir þá nýju sýn sem þeir hafa á heiminn; sýn sem gerir þeim kleift á að horfa gagnrýnum augum á íslenskt samfélag og atvinnulíf.

Accepted: 
  • May 11, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24539


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Það er allt svo þægilegt, en samt svo glatað. Lokaskil. Katla Hlöðversdóttir.pdf817.59 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing um meðferð verkefnis. Katla Hlöðversdóttir.pdf262.64 kBLockedYfirlýsingPDF