is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24541

Titill: 
 • Maður festir bara rætur. Upplifun leikskólakennara sem hafa starfað yfir 15 ár í sama leikskólanum af starfi og vinnustað
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Miklar breytingar hafa orðið á starfi leikskólakennara síðastliðin 20 ár. Fjölmargir þættir hafa haft mótandi áhrif á starfsemi leikskóla og störf leikskólakennara eins og gríðarleg fjölgun barna í leikskólum, breytingar á menntun leikskólakennara og auknar kröfur gerðar til leikskóla sem menntastofnana. Leikskólar eru einnig fjölbreyttir vinnustaðir byggðir upp af fólki þar sem ríkja fjölbreyttir siðir, hefðir og venjur sem setja blæ sinn á vinnustaðinn. Ýmsir þættir móta því menningu vinnustaðarins þar sem hún þróast yfir langan tíma og rætur hennar liggja djúpt innra með vinnustaðnum.
  Markmið rannsóknarinnar er að fá fram upplýsingar um upplifun leikskólakennara með langan starfsaldur á sama vinnustað, eða meira en 15 ár, af vinnustað sínum og starfi. Jafnframt að fá innsýn í helstu breytingar sem orðið hafa á starfinu undanfarin ár. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við átta leikskólakennara sem starfa á sjö leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður benda til þess að vinnustaðir þátttakenda einkennist af sterkum starfsmannakjarna sem hefur starfað saman um langt árabil. Starfsmenn eru farnir að þekkjast vel eftir langan tíma og væntumþykja og vinátta einkennir kjarnahópinn. Á vinnustöðum þeirra hefur verið töluverður stöðugleiki á starfsmönnum í gegnum tíðina. Einnig kom fram að stjórnandinn er talinn geta verið stór áhrifavaldur varðandi þann starfsanda sem ríkir á vinnustað. Æskileg einkenni stjórnanda eru að hann sé mannlegur, skipulagður, jákvæður, styðjandi, sanngjarn, traustsins verður, hvetjandi og sýnilegur. Í þeim leikskólum þar sem starfsmannakjarninn hefur breyst mikið sem og stjórnunin eru þátttakendur óánægðari í starfi og meiri líkur á að þeir hugsi sér til hreyfings. Í niðurstöðum kemur einnig fram að leikskólakennarar upplifa að miklar breytingar hafi orðið á starfinu yfir starfstímann og eru viðhorfin jákvæð til aukinnar fagmennsku í starfi en neikvæð varðandi auknar kröfur, starfsmannaveltu og álag sem af því skapast. Það gleðilegasta, mest gefandi og skemmtilegasta við starfið er vinnan með börnunum og upplifun þátttakenda að kröfur um ýmis önnur störf séu á kostnað hennar.

 • Útdráttur er á ensku

  In the last 20 years the job of the preschool teacher has changed a great deal. Many different factors have shaped how preschools operate and how preschool teachers work, such as increased numbers of children in preschools, change and development in the education of preschool teachers’ and increased requirements and standards of preschools and other educational institutes. Preschools are also diverse workplaces made up of people and there are many customs and habits that help shape a unique workplace. Various factors therefore shape the culture of the workplace and it developes over time rooting deep within the workplace.
  The goal of this study is to gain information about the experiences of preschool teachers who have a long period of employment at the same workplace, or over 15 years, and also to gain insight into the changes that have taken place in the profession in the recent years. A qualitative research was done where eight preschool teachers who work in seven preschools in the capital area were interviewed. The outcome points to the fact that the participants’ workplaces are defined by a strong core of employees who have worked together for many years. These employees have come to know each other very well after many years of working together and their work relationships are characterized by friendship and attachment. These workplaces have also seen less staff turnover through the years. It was also stated that the administrator is seen as a very influential figure in the atmosphere in the workplace. Being organized, positive, supportive, fair, trustworthy, encouraging as well as being visible in the workplace are considered desirable or preferred traits in an administrator. In those instances where the workplace has had a high staff and administrative turnover participants report less job satisfaction and are more likely to consider leaving the workplace. The results also state that it is the experience of preschool teachers that during their time of employment the profession as a whole has gone through great changes and while increased professionalism is viewed positively, the increased work demands as well as increased staff turnover with the strain and pressure it brings is viewed as a negative. It is the participants’ experience that increased requirements for other tasks are at the expense of the most enjoyable and rewarding part of the job which is working with the children themselves.

Samþykkt: 
 • 11.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Bjarnadóttir.pdf1.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna