is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24544

Titill: 
 • Markaðssetning alþjóðlegra tónlistarhátíða: Upplifun þeirra sem sjá um markaðsstarf alþjóðlegra tónlistarhátíða á Íslandi á samfélagsmiðlum við markaðssetningu
 • Titill er á ensku International music festival marketing: The experience of those responsible for Iceland´s international music festivals marketing activities through social media marketing
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur tónlistarhátíða er að skapa einstaka upplifun sem ekki fæst annarsstaðar. Sérkenni hverrar einstakrar hátíðar gegnir mikilvægu hlutverki í að skapa henni samkeppnisforskot á aðrar tónlistarhátíðir. Tónlistarhátíðir laða til sín viðeigandi markhóp en hann ræðst af tónlistarsmekk og öðrum lýðfræðilegum þáttum. Alþjóðlegar tónlistarhátíðir á Íslandi og um heim allan notfæra sér samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og Instagram í markaðssetningu sinni og eru þeir mikilvægt verkfæri til að mynda tengsl og koma skilaboðum hátíðanna á framfæri.
  Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hver upplifun þeirra sem sjá um markaðssetningu alþjóðlegra tónlistarhátíða á Íslandi á samfélagsmiðlum er, og með hvaða hætti slík markaðssetning fer fram. Til að öðlast dýpri skilning á markaðsstarfi á samfélagsmiðlum voru tekin djúpviðtöl við þá einstaklinga sem stýra markaðsstarfi þeirra alþjóðlegu tónlistarhátíða sem haldnar eru á Íslandi. Viðtölin voru síðan greind og túlkuð samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferðafræði. Viðmælendur voru fjórir talsins og eiga það sameiginlegt að sjá um markaðsstarf alþjóðlegra tónlistarhátíða á Íslandi í dag. Viðtölin voru síðan þemagreind og í kjölfar þess túlkuð. Þemun sem spruttu upp úr rannsókninni voru: 1) Lifandi og breytilegt 2) Það er engin ein formúla lengur 3) Að skapa eitthvað sérstakt 4) Þú verður að vita við hvern þú ert að tala: skilaboðin skipta öllu máli, hlúa þarf að tengslum 5) Facebook ,Twitter og Instagram, og 6) Áreiti úr öllum áttum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að markaðsaðferðir alþjóðlegra tónlistarhátíða á Íslandi á samfélagsmiðlum eru í stöðugri þróun og að markaðssetning fyrir innlendan og erlendan markhóp er aðlöguð hverjum hóp fyrir sig. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter og Instagram eru auðlind upplýsinga sem nýtast til að greina staðsetningu markhóps og eðli hans og bæta þannig tengslamyndun hátíðanna. Þrátt fyrir marga kosti samfélagsmiðla, geta skilaboð hátíðanna á samfélagsmiðlum flokkast undir áreiti ef ekki er rétt farið að í markaðssetningu.

 • Útdráttur er á ensku

  Music festivals are intended to create an experience which is not available elsewhere and the characteristics of each play an important role in creating a competitive advantage on other music festivals. Music festivals attract the target audience, defined by musical taste and other demographic forces. International music festivals in Iceland and around the globe use social media such as Facebook, Twitter and Instagram heavily in marketing and these are considered an important tool in forming associations and getting the festival´s message across.
  The objective of this research is to examine the experience of those responsible for marketing international music festivals in Iceland in marketing via social media. In-depth interviews were taken with the marketing agents responsible for marketing international music festivals taking place in Iceland for a better understanding of the marketing activities via social media. The interviews were analyzed through the identification of themes and subsequently interpreted according to phenomenological methodology. The interviewees were four in total and all have in common being responsible for marketing international music festivals in Iceland. The themes identified were: 1) Live and dynamic 2) There is no single formula anymore 3) To create something special 4) Reach your target group: The messages are vital, the necessity to foster associations 5) Facebook, Twitter and Instagram, and 6) Harassment from every direction.
  The key findings of this research are that the social media marketing activities of international music festivals located in Iceland are continuously evolving, and that marketing strategies have to be developed for and adapted to each target audience group, whether domestic or international. Social media such as Facebook, Twitter and Instagram are a resource of information that helps the festivals forming associations and to identify the location of the target audience and its nature. Despite the many advantages that social media possess, a festival´s marketing message on social media can, however, be classified as harassment if it is presented in a misguided manner.

Samþykkt: 
 • 11.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar Már Friðriksson.pdf904.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna