is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24550

Titill: 
  • Verslun með vín. Fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi
  • Titill er á ensku Shopping for wine. A study of the Icelandic alcohol market
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áfengissala er á Íslandi líkt og í mörgum Norðurlöndum í höndum tiltölulega fárra sérrekinna ríkisverslana. Einkaleyfi er á smásölu áfengis undir formerkjum almannaverndar og neyslustýringar. Þetta fyrirkomulag hefur reglulega verið orsök deilna en margvísleg frumvörp hafa í gegnum tíðina verið lögð fyrir Alþingi um afnám einkaleyfis og tilfærslu áfengissölu í almennar verslanir. Eitt slíkt frumvarp er nú til umræðu. Almennt er regla í voru samfélagi um að einkaaðilar, ekki ríkið sjái um rekstur. Útdeiling vara og þjónustu er í höndum einkarekinna verslana á samkeppnismarkaði og ekki hefur verið vikið frá þeirri reglu nema við sérstök undantekningartilvik. Málið snýst því um hvort telja beri áfengi meðal eðlilegra neysluvara sem eiga heima í hillum einkaverslana eða er sölunni betur háttað í sérreknum ríkisverslunum. Fyrirkomulag áfengissölu, markaðsástand dagvöru, lagaleg umgjörð, frumvarpið og rök hagsmunaaðila eru hér til skoðunar. Greining á markaði smásölu virðist sýna að núverandi frumvarp sé ekki svarið við hvernig áfengissölu væri best háttað. Fákeppni ríkir á dagvörumarkaði sem og markaði birgja drykkjarvara. Sátt ríkir ekki um frumvarpið meðal stofnana er státa af því að ýta undir viðskiptafrelsi. Jafnvel þó stofnanir sammælist um að afnám einkaréttar sé neytendum og markaði til góðs þá þykir ekki nægilega langt gengið í yfirhalningu áfengislaga. Auglýsingabann og íþyngjandi tillögur um lagabreytingar er lúta að sterkara áfengi eru ekki þess gerðar að bæta markaðsástandið. Sterkar tilfinningar má greina meðal hagsmunaaðila enda deilt um stórt, hvort vegur hærra almannavernd eða viðskiptafrelsi.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verslun með vín, BS ritgerð - Marteinn Már Einarsson.pdf428.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna